Færsluflokkur: Tónlist

Dauði Ásu eftir Edward Grieg

Dauði Ásu úr tónverkinu Pétri Gaut eftir Edward Grieg er ein angurværasta tónsmíð sem ég hef heyrt. Það er langt síðan ég heyrði það fyrst. Þá virkaði það einungis dapurlegt og öðruvísi tilfinning fylgdi því að hlusta á það.  

Edward Grieg samdi þetta tónverk árið 1888.  Það vekur ávallt hjá mér einhverja tilfinningu í ætt við bækur Selmu Lagerlöf, fyrstu konunnar sem varð nóbelsverðlaunahafi. Gösta Berlingssaga er bók sem allir velunnarar góðra bókmennta ættu að lesa.  Þar eins og í Pétri Gaut, er skógur og fjöll, ómalbikaðir vegir sem hestakerrur rata um í gegnum dimma skóga, ljóstýrur til þess að lesa við og skuggar og ljós blandast saman við kuldalega stemmningu, þá jafnvel við návist dauðans sem er einsog áður óútskýranlegur, sérstaklega þegar ungt fólk deyr. 

Hvers vegna deyr ungt fólk, hvers vegna deyr nokkur maður spyr grikkinn Zorba í bók Kazantsakis. Eina svarið sem hann fær er einfaldlega ég veit það ekki. Allar bækur sem ég á segja mér frá kvöl manna sem geta ekki svarað slíkum spurningum.  Að spyrja eða vilja svara er manninum eðlislægt. Hér í gamla daga heyrði ég af æðruleysi sjófólksins sem vissi aldrei fyrir víst hvort fyrirvinnan kæmi heim eftir sjóðróður.  Þegar bátur fórst varð viðkvæðið oft Drottinn gaf, Drottinn tók. Þetta átti að gerast, þetta átti að fara svona. 

En svo gengur illa að sættast við meinleg örlög.  Fyrir löngu sagði ég við mann einn einfaldan hlut í tengslum við sorgina. Ekki reyna að gleyma, komast yfir, jafna sig á, ýta frá sér, og ekki heldur að sættast við heldur það eitt að læra að lifa með.  Sumir hafa ort ljóð, safnað saman ljósmyndum, skrifað bækur, eða bara haldið dagbók. En jafnvel þar er fátt eitt sagt. Ekkert er einfalt í sjálfu sér í þessum efnum. 

Bók Selmu Lagerlöf - Gösta Berlingssaga er ein bezt skrifaðasta bók sem ég hef lesið. Einhverra hluta vegna einnig draugalegasta og kuldalegasta bókin. Dauðinn birtist þar líka, að nóttu til, á sveitavegi sem hlykkjast í gegnum skóglendi. Og það er kalt eins og í verki Griegs. 

 Selma Lagerlöf hefur skrifað fleiri bækur en nefnda bók. Hún var sænsk og sögur hennar gerast í Svíþjóð. Knut Hamsun er einnig höfundur sem vert er að gefa gaum að.  Ef þú hins vegar ert að leita að virkilega góðri bók til þess að lesa þá mæli ég með William Heinesen - Glataðir snillingar. 

 


Til hamingju með frábæran flutning Friðrik og Regína.

Eurobandið var mjög flott á sviðinu og það var greinilegt að þau nutu þess í botn að vera þarna. Lagið er taktfast og flott. Þess vegna var það eitthvað svo skrítið að horfa á atkvæðagreiðsluna og sjá Röðul rugludall frá Spáni vera með fleiri stig eða alveg þangað til Danirnir komu og gáfu okkur 12 stig. Lag Spánar er mun nær gríni heldur en alvöru og alls ekki eins taktfast og vel sungið og hið íslenska.  Athyglisvert að bæði Frakkar og Þjóðverjar skuli syngja á ensku, eins og þessar þjóðir eru stoltar af tungumálinu sínu. Hvað er síðan orðið af Ítalíu í tengslum við þessa keppni? Eitthvað fer lítið fyrir þeim þessi árin. 

Að hugsa sér hvað löndum hefur fjölgað í þessari keppni. Við erum komin alveg að Kaspíahafi hvað varðar fjarlægðir. Hvenær skyldi Kazaksstan koma og taka þátt? eða Sýrland? Það land er bara rétt fyrir ofan Ísrael og við landamæri Tyrklands.

 


mbl.is Íslenska lagið átti betra skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er alveg sama!

Meat Loaf kom hingað til lands síðast 1987 og nú ætlar hann aldrei að koma hingað til lands aftur. Ef hann kæmi nú aftur, myndi hann nokkuð trekkja? Bestu lögin hans voru vinsæl fyrir þetta 25-30 árum síðan; e.t.v. hefðu hörðustu aðdáendur gaman að heyra hann syngja þau aftur. Gaurinn er hins vegar orðinn gamall og þolir ekki  hitt og þetta; er röddin þá ennþá jafngóð og hún var? Einu sinni var hann síðhærður og all svaðalega sveittur á sviðinu og jú fékk einu sinni hjartaáfall að mig minnir á miðjum tónleikum. Í dag er hann tæpast alveg þannig enda 20 árum eldri. Stóra spurningin er þá hvort maður yrði fyrir vonbrigðum ef Meat Loaf kæmi aftur til Íslands og héldi tónleika?


mbl.is Meat Loaf aldrei aftur til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband