Stefnumótadrasl fyrir hégómafullt fólk.

Þá langar mig til þess að segja þér eina litla sögu. Svona örsögu úr samtímanum.

Einu sinni var maður sem ég þekki staddur í alveg yndislegu og skemmtilegu samkvæmi með fullt af góðu fólki. Þarna flaut kampavín og sjávarréttir lágu á borðum.  Fólk var galant í klæðnaði og tónlistin svona þægileg ljúf tónlist, mátulega hátt stillt. 

 Við það að kíkja í kringum sig sá hann þessa barmfögru, fallegu og sjarmerandi konu, sem hann þó gaf sér ekki tíma til þess að tala við enda upptekinn við að spjalla við hinn og þennan.  Undir lok þessa yndislega samkvæmis þegar margir voru við það að týnast í burtu gafst honum þó eilítið  tækifæri til þess að kynnast þessari konu nánar. Ekki til þess að reyna við hana eða finna sér hjásvæfu heldur vegna þess að hann hafði dálæti á að tala við fallegt kvenfólk og dást að því. 

En mikið svakalega fór honum að finnast þetta leiðinleg manneskja! Mikið ofboðslega fannst honum hún alls ekki vinna á við nánari kynni. Áhuginn fór dvínandi og datt á endanum niður á gólf eins og blýantur í frjálsu falli.  Öll þessi fegurð sem hann sá í upphafi gjörsamlega gufaði upp. Alveg. Gjörsamlega.  En svo fóru að æsast leikar og vinan fór að verða sífellt dónalegri og dónalegri í tali.  Nú komu upp alls konar furðulegar ásakanir um fíflalega hegðun mannsins í samkvæminu, hann hefði ekki talað við neinn og legið eins og álfur út úr hól, skakkur upp í einhverjum sófa, sem reyndar var fullsetinn allt kvöldið af glaðværu fólki. Að auki væri maðurinn ábyggilega ekki eins og fólk er flest.   Við þetta tal var allt það sem teljast mátti sjarmerandi við konuna orðið jafn spennandi og ungverskt sjónvarpsefni á mánudagskvöldum.  Við svo búið steig maðurinn örlítið til baka og sagði - þér eruð algerlega fráleitar - fegurð yðar og innvolsi fer engan veginn saman. Nei nú er ég að skálda. Hann sagði það ekki.  Hann sagði bara eitt dónalegt orð (hálfv...) og  lét síðan hverfa frá þessu fyrrum fallega óbermi.  Þar rétt hjá voru víst útidyr og hvarf hann með hinum sama út um þær. Söguna sagði hann mér mörgum árum seinna á bar einhversstaðar í miðbænum að viðstöddu fjölmenni sem ég held að hafi eiginlega ekkert verið að hlusta.   

Sko. Fegurðin kemur innan frá.  Innri fegurð gerir frítt fólk ennþá fríðara.  Ekki myndi það samt hvarfla að mér að skrá mig inn á þennan vef, þ.e.a.s. ef ég væri það fríður að ég ætti heima þar.  Þetta er stefnumótadrasl fyrir hégómafullt fólk.   Útlit segir ekki allt,  heilakonfektið er eitthvað miklu meira, burtséð frá útliti.   Frítt fólk getur orðið ófrítt við nánari kynni og öfugt. 


mbl.is Útskúfað af vef fallega fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.. eins og tala frá mínu hjarta...er svo sammála þér..fegurðin kemur innan frá..:)

Ása Sverris (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 29591

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband