Hugleiðing um hrunið

Á meðan ég sat og hlustaði á ræður í tengslum við hrunið í gær fór ýmislegt í gegnum hugann.  Eitt af því var gullmoli sem er skrifaður upp á vegg í vinnunni: Sá er ekki fátækur sem á lítið heldur sá sem á aldrei nóg.  Það að vera óseðjandi í að eignast allt mögulegt, eiga aldrei nóg er að vera andlega fátækur. Hrunið gæti þannig verið andlegs eðlis líka, því að hugsjónirnar voru í ætt við andlega fátækt.

 En það var nú svo að gríðarleg völd voru hjá örfáum mönnum. Þeir gátu keypt allt og áttu nánast allt. Fræg er sagan af Hannesi Smárasyni þegar hann var með ólæti í flugvél og hann sagði bara: Ég á þetta, ég má þetta!  Svo áttu menn þingmenn sem búið var að styrkja til þings og nokkra fjölmiðla, eiginlega alla svo til. Skrítið þá að þeir sem áttu allt, áttu í raun engan andlegan auð. Hann var hvergi og engu slíku að miðla. 

Hvað átti maður svo sem að halda. Ég vissi ekkert um þessa spillingu í bönkunum og var bara plataður eins og margir aðrir.  Ég meina menn mættu reglulega í sjónvarp og sögðu að allt var í lagi. Það stæði allt vel. Búið væri að endurfjármagna og þar fram eftir götunum.  Ef komu einhverjir menn og sögðu að eitthvað væri bogið við reksturinn þarna og þarna, þá voru menn snöggir til, mættu í pontu með einhver línurit og sögðu allt byggt á misskilningi, þetta væri allt í stakasta lagi - alveg fram undir það síðasta.   Svo hrundi allt eins og spilaborg.  

Keisarinn var nakinn þarna, hann var alls ekki í neinu og hann vissi í raun ekki neitt um neitt. Hann hélt bara að allt væri í stakasta lagi eða laug því, annað hvort, eins og við átti.  Og núna eftir að hafa horft upp á svona berrassað framferði þá veltir maður fyrir sér framtíðinni.

Svarið er ekki flókið. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Veist þú það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband