Reynslusaga af facebook

 Það kom fyrir einhverntíma um daginn að ég var að bisa við að setja upp sitthvað nýtt á facebook. T.d. fannst mér spennandi að prufa annan lit í staðinn fyrir bláa facebook litinn, vera með bakgrunnsveggfóður (svona eins og er eða var hægt að finna á MySpace) og prufa alls kyns fítusa eins og að geta verið með skáletraðan texta, yfirstrikaðan, feitletraðan og fleira auk þess sem hægt væri að vera með dislike hnappinn.  Þannig að ég fann viðbætur fyrir tölvuna til þess að setja þetta upp. 

Þetta varð allt saman alveg ferlega mislukkað eitthvað. Sérstaklega vegna þess að það reyndist bara vera ég sem sá eitthvað skáletrað eða litað o.s.frv. og það bara í minni tölvu.  Síðan fór ég að taka eftir nokkru sem ég var lítt spenntur fyrir en það voru litlar auglýsingar sem ég var alls ekki að biðja um að fá og voru þær staðsettar inn á milli þess sem kom frá vinunum. Alveg nauðaómerkilegar auglýsingar í þokkabót.

Svo var ekki hægt að losna við þessa óáran  nema að taka allt uppsetta draslið út sem ég og gerði.  Ég nota alltaf firefox, fór bara í tools og þar er staður sem heitir viðbætur. Lítið mál að þurrka í burtu svona dót.  En til þess að dislike hnappur eins og þarna var virki þá þurfa allir að vera með hann uppsettan hjá sér í gegnum staðlað form hjá facebook. Svona viðbætur hins vegar eru eftir þetta fyrir mér bara algert bull. 

Að öðru leiti þá finnst mér dislike/líkar ekki við - hnappur á facebook ekki nauðsynlegur. Mín skoðun á þessum vef er sú að hann sé til þess að mynda jákvæð samskipti við annað fólk, styrkja tengsl og þess háttar. Annað sem manni líkar ekki ætti maður að bara láta liggja milli hluta. 


mbl.is „Dislike“ hnappurinn er svindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband