Spurning Geirs Waage er óásættanleg að öllu leiti

 Það var svo sem ekki ætlunin hjá mér að fara að fjalla um þetta mál, nema hvað að ég hnaut um þessa spurningu hér hjá Geir Waage:

 Hvert á brotamaður að leita ef hann getur ekki lengur einu sinni leitað til prests, og treyst því að hann fari ekki með allt til lögreglunnar? 

 Jæja já segir maður nú bara og það sem kemur upp í hugann er ýmislegt eins og: 

 Af hverju ætti kynferðisafbrotamaður að leita til Geirs Waage? Þessir menn eru nú í því að fela þessa hluti og reyna að komast upp með þá sem allra lengst. 

Gerir Geir Waage virkilega ráð fyrir því að brotamaður ætli sér eða vilji  yfirhöfuð leita eitthvert með glæp sinn til þess að fjalla um hann?

Sú staðreynd að með því að þegja yfir kynferðisafbroti verður maður í raun samsekur með glæp. Þú leyfir honum að halda áfram og viðgangast með því að þegja. 

Það er ekki hægt að fara í prédikunarstól og prédika um réttlæti og rétta breytni meðan maður á sama tíma er að hylma yfir því sem er rangt og eyðileggur, eins og hér, börn fyrir lífsstíð þannig að þau verði ALDREI hamingjusamir einstaklingar. 

Þagnarskylda í huga Geirs Waage skiptir meiru máli en sál barns sem verið er að rústa einhversstaðar í nágrenninu. 

Ef ég fer nú til Geirs og segi honum að ég hafi misnotað barn og sé  enn að, geti ekki hamið mig gagnvart börnum, lemji barnið mitt og önnur börn, já og láti þau jafnvel hafa vímuefni, bara eitthvað af þessu. Þá væri ég að tala um, hvað svo sem ég nefndi af þessu, alveg heljarinnar óréttlæti í verki sem miðaði að því að sprengja fjölda fólks í loft upp. Vilja menn hafa það á samviskunni að hafa vitað af slíku en ekkert gert til þess að sporna við því? Allt í nafni einhverrar þagnarskyldu sem á þá að hafa meira vægi. 

Spáðu svo í því ef þú værir sóknarbarn Geirs og þú kæmist að því að einhver bóndi í sveitinni hefði misnotað barnið þitt kynferðislega til fjölda ára og Geir Waage af öllum hefði vitað af því allan tímann og ekkert gert né sagt til að sporna við því.  

 Það er rosalega margt rangt við þessa spurningu hjá Geir. Hún er óásættanleg að öllu leiti og á ekki heima neins staðar. Hvorki í starfi prests né í fjölmiðlum. Bara hvergi. 

 


mbl.is Þagnarskyldan er algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Gott innlegg hjá þér í umræðuna Þórður -

Það lætur hátt í Geir Waage - en látum biskupinn ekki komast upp með sína sök og skjótast inn í holu sína og gleymast á meðan Geir er tekinn í bakaríið.

Biskupinn er höfuðpaurinn hann lagði sig fram um að hylma yfir með Ólafi Skúlasyni bæði lifandi og dauðum.

Benedikta E, 22.8.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband