Sáttur við þessi málalok

Þetta er ég sáttur við og ég var að bíða eftir einmitt þessu. Sættir, góð málalyktan, mál klárað, það skiptir miklu máli, hér sem alltaf.  Stundum er það samt sem það ætli alls ekki að nást. Menn verða reiðir og hörð og þung orð eru látin falla. Svo fara menn í blöðin og ýmislegt er sagt. Skoðanaskipti eru ágæt, of mikil harka er óþægileg og linkind leyfir hinu slæma að vaða uppi. En það þarf ávallt að vera til réttlæti í okkar heimi sem er eitthvað sem við þurfum stöðugt að vera að takast á við.

 Sumum fannst og finnst e.t.v. enn að Geir Waage hefði átt að víkja vegna hugmynda sinna. Því er ég ósammála þ.e. ef hægt er að fara leið sem sé sársaukaminni þá skuli sú leið ávallt valin.  Það á sér einmitt stað hér. Hvort að biskup áminnti Geir vegna þess sem undan er gengið veit ég ekki og þarf ekki að vita það. Ef máli er lokið endanlega með sátt þá er fínt. Það væri samt gott, svona í framtíðinni að  yfirlýsingagleði hjá prestum, eins og var raunin hjá Geir, verði ekki framvegis á forsíðu dagblaða. Það mátti heyra öskrað og æpt hér og þar og út um allt ekki meir Geir, ekki meir!

 

 


mbl.is Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29603

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband