Atvik í kirkju - barn við altari

Mér var eitt sinn sögð saga sem er mér enn í fersku minni. Hún er stutt og það er alls ekki margt að gerast; í rauninni ekki neitt en samt heill hellingur.  Það er enginn að hreyfa sig neitt sérstaklega og það er allsendis friður. Sagan gerðist í kirkju eitt sinn.

Svo var að kirkjan var tóm en samt opin öllum sem þangað vildu koma. Presturinn var þarna á ferli eitthvað að stússast, sá hinn sami og sagði mér söguna, grandvar og góður maður, reyndar ekki staddur á Íslandi þarna heldur útí heimi. Í eitt skipti þegar hann leit fyrir horn inn í kirkjuna sá hann litla stúlku sem kraup alein og bað fyrir framan altarið. Hendurnar hafði hún útbaðaðar, hnén voru á nöktu gólfinu og hún var á bæn. Það var mikil kyrrð í kirkjunni, sólin skein í gegnum rúðurnar og það koma falleg birta yfir kirkjubekkina.  En vinur minn hreyfði sig ekki. Það var eitthvað svo fallegt og heilagt við þetta. Eitthvað svo mikil auðmýkt, barnsleg auðmýkt. Hann lét aldrei vita af sér og stúlkan fór á endanum án þess að vita að prestur hafi litið inn og séð til hennar. Í huga hans var engin vilji til þess að trufla þessa andakt. Ekki nokkur.  Svo kom þessi friður sem lagðist yfir allt.  Þögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband