The Reunion

Það var svokallað reunion á síðasta ári hjá okkur sem vorum saman í barnaskóla og gaggó. Virkilega flott og ógó gaman. Ég vildi auðvitað gefa mig í skemmtiatriðin og var með tvö (nema ekki hvað).  Stemmningin var góð og vonandi hittumst við aftur innan tíðar. Skemmtilegt að hitta aftur svona marga af þeim sem maður var með  í barnaskóla. Hefði ekki viljað missa af þessu tækifæri.

Ég fann lag með Fred Astaire daginn sem við ætluðum að hittast sem heitir Puttin on the Ritz. Mátulega langt lag. Hlustaði á það, skynjaði taktinn, brenndi það á disk og hafði það með mér. Ég æfði mig í raun ekkert fyrir atriði kvöldsins. Skónna hafði ég ekki farið í í tvö eða þrjú ár. Hvort ég kynni þetta ennþá eða gæti þetta nokkurn skapaðan hlut, væri í nógu góðu formi eða myndi sporin, einhver spor, ég vildi bara reyna á það.  Langt var um liðið síðan ég dansaði í risinu eins og vitleysingur og æfingar síðustu 10 árin voru ... engar. 

Í rauninni þá á maður yfirhöfuð aldrei að leggja útí eitthvað svona án þess að vera búinn að æfa sig... rifja eitthvað upp... taka einhver spor. I didn´t.   Þegar á hólminn var komið fann ég samt ekki fyrir neinum kvíða svona sérstökum, ekkert ofboðslegum; um leið og forspilið var búið þá leið mér eins og ég hefði engu gleymt, og ég rann áfram að mér fannst átakalaust. Ég meira að segja samdi helling af sporum á staðnum. 

Eftir á spyr maður sig hvort að svona nokk hafi virkað. Höfðu áhorfendur gaman að þessu. Það er ein leið sem ég sé besta til þess að vita það og það er útfrá umtali. Ef það kemur einhver til mín sem var ekki á staðnum og sá atriðið ekki og fer að tala um það hversu æðislegt það hafi verið og fólk hafi verið að tala um það við sig, þá veit ég að atriðið virkaði fyrir víst (gerðist einmitt þarna).  Hrós er alltaf skemmtilegt og maður á að taka mark á slíku (og njóta þess auðvitað).  Ég fékk fullt af svoleiðis þarna sem ég er þakklátur fyrir og feginn því að atriðið hafi þá gengið upp eftir allt saman. 

Ef skemmtiatriði hefur ekki náð að skemmta fólki... þá þegir fólk vanalegast við mann. Það fer að hugsa um eitthvað annað, talar ekki um atriðið, eins og það vilji gleyma því hið fyrsta. Einhver einn gæti dúkkað upp til að gagnrýna  (kannski). Af slíku hef ég einnig haft einhverja reynslu, þó ekki beinlínis í tengslum við steppið. 

 Viku eftir þetta átti eftir að koma annað tækifæri fyrir svona rennsli og það var í Perlunni - flotta æðislega matsalnum á efstu hæðinni fyrir framan 300 manns!   Það gat svo sem verið að ég æfði mig ekkert í millitíðinni en ég lét slag standa og fór með skóna þangað líka...

 ....Kem aftur með framhald rétt fyrir miðnættið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband