Dansað í Perlunni

Svo var að árshátíð skyldi verða í vinnunni viku eftir þetta og fara fram á hinum glæsilega veitingastað Perlunnar, nánar tiltekið á föstudagskvöldi. Um það fékk ég tölvupóst og spursmál um skemmtiatriði. Auðvitað langaði mig til þess að mæta með, þú veist, og svaraði því þannig til hvort ekki væri pláss fyrir einmitt þetta, steppdansatriði? Tölvupósturinn var vinnupóstur merktur öllum þannig að það sáu allir svarið - sem þýddi að allir tóku við sér og ég fékk hvergi frið eftir þetta, allt frá lyftunni og út um allt á skrifsstofu fyrirtækisins. Ég var jafnvel beðinn um að taka nokkur spor hér eða þar. 

Damn! Út í hvað var maður búinn að koma sér núna? Ástæðan fyrir æfingaleysi mínu var í sjálfu sér ekki leti heldur aðstöðuleysi og tímaleysi. Skyldi þetta heppnast þrátt fyrir það? Ég lét slag standa á þetta og ákvað að gera eitthvað svona once in a lifetime úr þessu. 

Ég fór og leigði mér ensk herraföt sem kallast jackett, auk þess sem ég fékk mér pípuhatt. Þannig klæddur í silfurlituðu vesti mætti ég til leiks, til þess að skemmta fjölda fólks, undirmönnum sem og yfirmönnum, + auðvitað mátti ég ekki gleyma skónnum góðu. Var ég stressaður? Eins og á leiðinni fyrir aftökusveit? Nei kannski ekki alveg en samt þá leið mér hálfundarlega. Skrítnar kringumstæður. Ég hafði komið fyrr um daginn til þess að skoða staðinn ásamt skipuleggjendum. Ég skyldi dansa þarna, við skyldum færa til stóla og borð...síðan skyldum við...og svo...ta ta ta...

Um kvöldið, þegar allir voru sestir tók ég ákvörðun um hvernig ég skyldi gera þetta. Í raun skipulagði ég dansinn skömmu áður en hann skyldi fara fram.  Hann yrði af fingrum fram fyrir framan barinn og fyrir framan lyftuna.  Þetta áttu eftir að verða erfiðustu aðstæður sem ég gat hugsanlega valið mér.  En ég hafði pláss einhversstaðar á bak við til þess að hita upp sem betur fyrir, fyrir framan einhverja hljómsveitargaura sem botnuðu lítið í hvað ég væri að gera þar. 

Atriðið sjálft. Ég hélt á míkrafóni í annarri hendinni. Fór úr jakkanum og hafði pípuhattinn á hausnum uns ég hélt á honum góðan spöl og lagði hann á barinn.  Barborðið sjálft notaði ég óvænt til þess að slá takt  í hita og þunga leiksins.  Spor voru í þetta skipti fæst samin á staðnum en voru svipuð þeim sem urðu til viku áður, en ég notaði sama lagið enda gott fyrir rennslið að gera það. Þannig var komin prufukeyrsla á atriðið áður (ég hafði ekki hugsað það þannig upphaflega).  Einhverntíma þegar leið á lagið og var vel á veg komið... þá fór fólk að klappa með... sem þýðir aðeins eitt. Nú þarf ég ekki að segja. Þú veist hvað ég meina. En gólfið var hið versta til þess að dansa á. Í raun þá voru þetta hinar allraverstu aðstæður til þess að gera þetta. Hljóð berst illa í svona stórum sal. 

En svo virðist mér samt að þetta hafi í raun heppnast. Atriðið fékk talsvert umtal. Ég mátti hvergi fara án þess að talað væri um það við mig þetta kvöld. Í raun þá var oft talað um þetta atriði við mig af hinum og þessum og það heila árið eftir þetta. Til mín kom maður löngu síðar sem sagði mér að fólk væri enn að tala um þetta, annar sagði mér að þetta væri eitt besta dansatriði sem hann hefði nokkurn tíma séð og þriðji sagði að það hefði allt svínvirkað, frá klæðnaði til alls! Frábært vissulega þegar hlutirnir ganga upp auðvitað. En svo var einhver sem sagðist ekkert hafa heyrt í tónlistinni, hvað þá í tikk takkinu í mér af því hann hefði verið of langt í burtu. Sem segir mér hversu erfiðar aðstæðurnar voru og erfitt að skemmta fólki svona.

Það er ofsalega gaman þegar tekst að skemmta fólki.  En það sem ég verð að viðurkenna er að ég botna lítið í því hversu gaman fólk hefur af þessu. Hvað er það sem gerist og hvaða áhrif hefur þessi taktur á fólk? Oft hefur mig langað til þess að sjá svona atriði hjá sjálfum mér en í rauninni þá hef ég ekki æft mig fyrir framan spegil síðan ég var hjá rússneska ballettdansaranum. Ég hef heldur aldrei tekið mig upp á cameru. Sjálfum finnst mér svona nokk ekkert svo ýkja merkilegt þannig en hins vegar þá er þetta fyrir mér hin mesta skemmtun og ég fæ talsvert út úr því að gera þetta. 

Ég er ekki samt viss um að þú finnir minn stíl neins staðar. Flest sporin eru samin af mér sjálfum. Þau er ekki að finna í neinum dansskólum í rauninni. Það sem ég lærði af þeirri rússnesku eru tvö spor af tuttugu, restin varð bara grunnur fyrir hitt eða með öðrum orðum, ég bjó þetta allt til meira eða minna sjálfur út frá grunni sem ég hafði áður lært, til þess að skemmta öðrum.  Þó svo að mér hafi ekki tekist að skemmta alveg öllum með þessu þá hefur mér tekist að skemmta einhverjum og þar með er markmiðinu með því að stunda þetta náð.  Mér tókst það sem ég ætlaði mér í upphafi og ég get haldið áfram að láta mér takast það. 

 Takk fyrir að lesa um þetta áhugamál mitt. Kannski bæti ég einhverju við. Hver veit :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband