Hin athyglisverða Fésbók

 Samskiptavefir eins og facebook hafa á undanförnum árum orðið æ vinsælli. Fyrir ca. 4 árum þegar ég fór inn á facebook í fyrsta skipti þá voru þar u.m.b. 100 manns. MySpace var þá einnig í örum vexti. Svo einhvernveginn sprakk þetta út og bókstaflega allir tóku að skrá sig inn. Meira að segja afarnir og ömmurnar. Í fyrstu virtist þetta vera einvörðungu bundið við fólk á þrítugsaldrinum en merkilegt hvað það átti eftir að breytast og er enn að breytast. Vefurinn hefur breyst alveg hrikalega síðan ég sá hann fyrst.

Það heyrir í dag til undantekninga ef einhver er ekki á facebook. Sumir eru tölvublindir og ná þess vegna ekki þarna inn. Aðrir eru einhvern veginn ekki inn á þeirri línu að fólk almennt séð viti yfirhöfuð skapaðan hlut um sig. Ég hef bara ekki sans fyrir svona hlutum segir einn á meðan annar segir að þetta sé bóla eða bara drasl.  Sem í sjálfu sér viðhorf í sjálfu sér. Enginn er neyddur til þess að taka þátt í þessu. Það er val hvers og eins. 

Að öðru leiti þá er athyglisvert hversu margir hafa fundið gamla skólafélaga í gegnum facebook. Vegna þess að svo margir eru þarna inni þá verður það því mun auðveldara að grafa upp heilu bekkina.  Þeir sem muna ekki einhver nöfn geta líka farið niður á Þjóðskjalasafn, fengið ljósrit af gömlum bekkjarlistum fyrir slikk og byrjað síðan að leita.  Reunion eins og það kallast hefur komið í röðum ár eftir ár eftir að fólk hefur áttað sig á þessari staðreynd. Skemmtilegt hversu margir hafa endurnýjað gömul kynni í gegnum þetta. Reyndar hefur það einnig orðið að ókosti þegar gamlar ástir hafa kviknað burtséð frá öðrum skuldbindingum. Hjónaskilnaðir hafa orðið vegna facebook.

Facebook er samt ekki endilega svo persónulegur staður, þ.e. eitthvað sem taka þarf hátíðlega eða gera að miðpunkt lífsins. Þetta er ágæt afþreying ef ekkert annað er í gangi og fínt til þess að bæði fylgjast með viðburðum og því sem er að gerast meðal ættingja og vina. Einnig bara til þess að byggja upp samskipti.  Fyrir mér er best að nota vefinn jákvætt, til að benda á eitthvað skemmtilegt, tala vel um aðra, hrósa öðrum, deila skemmtilegu efni og þess háttar. Þó er vel hægt að loka sig af í einhverjum leiknum en einnig þar er allt eins líklegt að rekast á einhvern sem er einnig í sama leik. 

Svo er það að hvernig maður eignast vini á vefnum. Ég hef stundum farið út í það að adda grimmt. Margir svara játandi en svo eru það aðrir sem vilja alls ekki vera vinir. Mín vegna er það allt í lagi líka. Það hafa allir val og það er mismunandi hvernig fólk notar vefinn. Ég t.a.m. góðan vin sem neitar að vera vinur á facebook vegna þess að hann vill bara hafa þetta útaf fyrir sig og allra nánustu í fjölskyldunni. Ég á líka vini sem ég þekki í raun ekki neitt en vildu endilega vera vinir mínir og ég leyfði það alveg. Hvers vegna ekki ef maður vill kynnast fleira fólki.  

Svo er það þessir sem neita því að vera vinir manns. Í einn stað hef ég litið á það alveg eins og að hringja í einhvern sem svarar ekki í símann sinn einhverra hluta vegna.  Ekki merkilegra en það. Eða partýboð sem er afþakkað í það skiptið en samþykkt kannski seinna.  Svo þegar einhver tekur til á vinalistanum sínum og eyðir þér sem vini má segja að hann hafi yfirgefið partýið. Eins og gengur og gerist í lífinu. Vinir koma og fara eins og farandverkamenn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband