Silas Marner eftir George Eliot

Bókin Silas Marner eftir George Eliot kom út nú rétt fyrir jólin.  Höfundurinn George Eliot var í raun kona sem hét Mary Anne Evans (1819-1880). Hún ákvað að skrifa ekki bækur undir eigin kvenheiti George Eliotheldur hafa karlkyns skáldskaparnafn. Það gerði hún bæði til þess að geta verið tekin alvarlega sem rithöfundur og til þess að losna við ákveðinn stimpil þess efnis að konur geti bara skrifað léttar ástarsögur. Hún hefur síðan verið sett á sama stall og Jane Austen og Brönte systur.

Silas Marner er þriðja bók Eliot af sjö og fjallar hún um gamlan vefara sem býr afskekkt fyrir utan lítið þorp í Englandi.  Það líkar engum við hann og hann heldur sig út af fyrir sig. Með tímanum hafði honum tekizt að eignazt hrúgu af gullpeningum sem hann geymir á góðum stað en leikur sér með og handfjatlar öðru hvoru.  Það sem hann veit ekki þá og síðar á eftir að verða, er að hann á eftir að verða fyrir talsverðu óláni og afstaða fólksins í þorpinu á eftir að breytazt gagnvart honum. Þá á eftir að berazt  dyrum hans fólk sem á eftir að breyta lífi hans. En í þorpinu hins vegar finnum við óðalseigendur og vel stætt fólk sem hefur ýmislegt að fela; líka menn sem eru ekki ábyrgir gerða sinna.  Þar á meðal er Godfrey Cass sem á sér leyndarmál sem hann telur að geti ógnað sambandi sínu við heitkonu sína Nancy Lammeter. 

Flétta þessarar sögu er í raun góð þó svo að sagan virðist hæg á köflum. Hún er vel þess virði að lesa hana. Persónusköpunin er góð og ég upplifði stundum raddirnar segjandi hlutina á ensku með ákveðnum tóni.  Þetta er ekki ástarsaga eða rómans, ekki spennusaga og ekki harmleikur. Miklu fremur er þetta saga um fólk, heilindi þess og réttlætiskennd. Bókin er 312 bls að lengd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband