Extreme makeover þættirnir á Stöð 2

Extreme makeover er að hefja göngu sína á ný á Stöð 2 núna í júlí. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst neitt með þessum raunveruleikaþáttum, þá fjalla þeir um fjölskyldur í Bandaríkjunum sem detta í lukkupottinn með þeim hætti að hús þeirra er eyðilagt, rústað, rifið algerlega og nýtt byggt á einni viku. Þessir þættir eru búnir að vera í mörg ár og þáttagerðin sýnist mér ekkert hafa breyst. Sami kynnir, rúta og vinnubrögð. 

Þetta eru elskulegir raunveruleikaþættir þar sem fólk grætur í hverjum þætti, allavega tárast og góðverkin eru alveg á fullu. Þeir sem byggja húsið eru 100 manns eða meira og allt voðalega flott þegar upp er staðið. Á meðan er fjölskyldan höfð á hóteli einhversstaðar og getur fylgst með eyðileggingunni í gegnum skype.  Hún veit hins vegar ekkert hvað verið er að smíða og sér ekkert fyrr en húsið er tilbúið. 

images?q=tbn:ANd9GcSK2-485OSKYpJ-niG5Q6iAKOABZ6X-Cmm-hC5KO2JZNuBkYxuyxQÉg hef velt því fyrir mér hvort að enginn hafi orðið ósáttur við breytingarnar; húsið fellur ekki að smekk, herbergin ekki í réttum lit o.s.fr.v.  Sem getur vel verið en slíkt kemur auðvitað ekki fram í svona þætti.  Merkilegt hversu rík ein sjónvarpsstöð getur verið, að halda út svona gjafaþáttum ár eftir ár. Það er skollin á kreppa þarna úti en samt eru þessir þætti á fullu. 

Hvernig er samt hús sem byggt er í einum grænum hvelli á einni viku? Húsið er byggt með hraði og undir pressu og þegar hús er byggð svona hratt , getur þá ekki verið að eitthvað gleymist? Hvað veit ég, þetta virkar allt svo flott þegar upp er staðið. 

Hverju sem því líður þá er það svolítið annað sem hefur vakið athygli mína sem er hið samfélagslega.  Það hefur nefnilega komið fyrir að næstu nágrannar og ýmsir aðrir á sama svæði hafi fyllst af öfund vegna þessara flottu raunveruleikaþáttahúsa og neitað að eiga frekari samskipti við fólkið í þeim. Þannig hafi sumir einangrast félagslega.  

Svo er annað. Þegar fólk hefur búið lengi í litlu hreysi með biluðu baði og öllu hripleku; hvernig gengur því að sinna fallegu húsi með arin og allskonar íburði? Það þarf að viðhalda húsinu, þrífa það og halda því í horfinu. Hvað veit ég um það hvernig fólki gengur, en það er kannski ekki alltaf allt eins einfalt og auðvelt og það virðist í fyrstu. 

Það er annars alltaf hægt að kíkja á þetta til þess að gleðjast og tárast. Vasaklútaþættir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband