Ekki líta undan eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur

Bókin Ekki líta undan er komin út. Það þarf kjark, styrk og talsvert þrek til þess að gefa frá sér þvílíka bók. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að gefnar hafa verið út bækur eftir konur þar sem þær lýsa þungbærum minningum úr lífi sínu. Skemmst er að minnast bókarinnar Myndin af pabba eftir Thelmu Ásdísardóttur sem gefin var út fyrir nokkrum árum. Sú bók lýsir uppvexti Thelmu í Hafnarfirðinum þar sem faðir hennar misnotaði hana ítrekað sem og um leið systrum hennar.

Bók Guðrúnar Ebbu er af sama toga, nema hvað að faðir hennar var Biskup Íslands. Enginn talaði um það að verið væri að sverta minningu föður Thelmu á sínum tíma en sú umræða hefur hins vegar komið upp varðandi bók Ebbu.  Eftir sem áður þá eiga allir sína sögu, sína minningu og sumir eiga ekki skilið lofræður að öllu leiti. Og gagnvart sumum hlutum er ekki hægt að loka augunum. Það verður stundum að horfast í augu við staðreyndir. 

Þegar þú lest þessa bók þá færðu engar lýsingar á afbrigðilegri kynlífshegðun. Þú færð ekkert að vita hvað raunverulega skeði í bíltúrum þeirra Ólafs, hvað það var sem hann gerði raunverulega. Mig grunar að sumir vilji ekki lesa bækur af þessum toga einmitt út af því.  Það er óþarfi að hafa áhyggjur af því að verið sé að fara illa með lesandann með grófum athafnalýsingum. Hins vegar þá fer talsverður tími í að lýsa Ebbu sjálfri, veikindum hennar og neikvæðri framkomu gagnvart öðru fólki; sem hún hefur þegar beðist fyrirgefningar gagnvart. Og þessi bók er ekki bara eitthvað eitt. Hún er einnig fræðilegs eðlis hvað varðar kynferðisofbeldi, hver séu eftirköst kynferðisofbeldis á líf fólks.  

Það er fyrir mér þröngsýn skoðun að segja að falskar minningar ráði för í þessari bók. Það er miklu meira þarna en bara minningarnar. Það eru einnig fjallað ýtarlega um vandamál sem eru bæði sálræn og geðræn. Hvers vegna koma þessu vandamál? Hverju eru þau tengd? Ef um falskar minningar væri að ræða og einvörðungu það, þá myndi vanta tengingar í þessa sögu. Hana verður að skoða sem heild. Það dugar ekki að taka út eitthvað eitt og efast um sannleiksgildið  þess vegna.

Ef þú hafðir ánægju af að lesa  æviminningar Lindu Pé, Erlu Bolla, Ruth Reginalds og Thelmu Ásdísar,  þá er þessi bók eitthvað fyrir þig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband