Brotið þjóðfélag

Það er verið að pota í kýlin og hleypa heilmiklum greftri upp.  Tímabil afhjúpunar er virkilega hafið og nú hafa verið afhjúpaðir nokkrir illskeyttir menn.  Menn sem höfðu komið sér fyrir hingað og þangað. Einn hafði t.d. komið sér fyrir á hóteli um skeið, en annars verið hingað og þangað við iðju sína, þ.e. að misnota annað fólk kynferðislega. Á sama tíma var skólastjóri barnaskóla við nákvæmlega sömu iðju og enn annar notaði tölvuna sína til þess að komast í kynni við börn. 

Þetta er þyngra en tárum taki. Þvílík hörmung. Hver verður síðan afhjúpaður næst? Hvar enda allar þessar afhjúpanir? Þær eru vissulega mikilvægar, líka til þess að stemma stigu við þeim alvarlega glæp sem misnotkun er.  En svo er annað, sem er hvort að allt tal um kynferðislega áreitni geti farið út í öfgar og langt út fyrir hvers kyns þjófabálk.

Þegar allt mögulegt fer að teljast áreitni, sem var það ekki áður. Eða þegar að þörfin fyrir að afhjúpa hinn illa fer að vera svo mikil að einhver saklaus verður fyrir barðinu á því. Líka þegar karlmenn mega ekki lengur koma nálægt hinu og þessu, eins og ekki yfirhöfuð nálægt börnum annarra, hvar sem er.  Sbr. leikskólakennarar í Danmörku mega ekki lengur fara á Wc með börn. 

Okkar er að skapa kærleiksríkt þjóðfélag. Við getum að sama skapi búið til óttaslegið þjóðfélag. Þá á ég við þjóðfélag þar sem að ótti hefur læðst svo að fólki að það er stöðugt á varðbergi. Á endalausu varðbergi gagnvart öllu mögulegu eins og bara öðru fólki yfirhöfuð og þá sérstaklega karlmönnum sem eru einir á vappi einhversstaðar. Á varðbergi gagnvart hugsanlegum glæpum og perraskap. Auðvitað þurfum við að vera varkár í lífinu, en hér er ég að tala um því mun meiri ótta við hið vonda.

Hið vonda á heima í skúmaskotum og á erfitt með að horfast í augu við sjálft sig. Pukur og makk í skjóli myrkurs er hinu illa mikilvægt til þess að dafna. Með öllu því sem ekki má komast upp.  Leið ljóss og heiðarleika er að gera ekkert sem aðrir mega ekki vita um  og vera þekktur fyrir þá viðleitni. Sú leið er góð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband