Jákvæðir hlutir

Þegar við leggjum af stað að morgni dags, keyrum bílnum í vinnuna, tökum strætó eða göngum, hvernig svo sem því er háttað, þá vitum við svo til ekkert um hvað dagurinn kann að bjóða okkur uppá. Það er alltaf þessi óvissa þarna. Þó svo að dagarnir virki allir eins á stundum, þá getur alltaf skotist að okkur dagur sem er allt öðruvísi.

Við erum stöðugt að upplifa eitthvað, góða hluti, býsna jákvæða, neikvæða, eða jafnvel ekkert af áðurnefndu. Verst með þetta neikvæða, það er alltaf að gerast og því miður, þegar við búumst ekki við því. Þá spyr ég hversu auðvelt það sé að vera jákvæður í heimi sem er virkar svo oft svo ferlega neikvæður. Mig langar að benda á ýmsar leiðir og fyrst þessa hér:

Þegar dagurinn verður strembinn, dimmur, leiðinlegur og neikvæður, þá hafa sumir prufað að vera með positive triggers eða svona jákvæða hluti. Sem getur verið mynd af einhverju eða einhverjum sem manni er kær, innblásin orð á miða, eða hlutir sem veita góðar minningar. Ég er sjálfur að hugsa um að hafa fleiri myndir í veskinu mínu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband