Úti er ævintýri :)

Áttu kost á því að ganga í vinnuna? Sumir hjóla reyndar, aðrir taka strætó og fjöldinn allur af fólki keyrir þangað. Sjálfur hef ég gert allt þetta nema hvað ég hef aldrei verið sóttur heim til mín til þess að fara í vinnuna.

Ég gekk í vinnuna í morgun og var lagt af stað ca. 7:15 að heiman. Kominn var ég yfir í Hamraborg liðlega klukkutíma síðar. Veðrið var ágætt, svell hér og þar, skammdegismyrkur, engar stjörnur á himnum og smá andgustur.

Ég gekk einnig heim úr vinnu og það var einnig liðlega klukkutími sem fór í það. Ætlaði að koma við í Nettó í Mjódd en hætti við það og fór í Bónus í Hólagarði í staðinn.

Það sem ég var að hugsa á leiðinni til og frá vinnu er hversu hægt er að velja sér viðhorf til hlutanna. Fyrir mér í morgun yrði dagurinn lítið ævintýri, ég vissi ekki hvað biði mín og hvernig dagurinn yrði, vonandi yrði hann góður. Sem hann reyndar varð. Einhversstaðar á leiðinni kynni ég að hitta eitthvert fólk, svona handan við hornið, fólk sem ég þekkti, sem gerðist líka. Og hugurinn verður hress af svona labbi :)

Lífið er það sem maður gerir úr því :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 29593

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband