Áhugaverðir vefir á netinu

Internetið er hreint út sagt æðislegt og það verður alltaf betra og betra. Núna um daginn tókst mér að uppgötva tónlistarsíðu sem inniheldur talsvert af skemmtilegri tónlist og það án þess að þurfi að greiða neitt fyrir. Ég er að hlusta á rólega jazztónlist meðan þetta er skrifað.  Sjá https://play.spotify.com.

Þarna er hægt að finna sitthvað um tónlistarfólk. Ég varð reyndar smá hugsi eftir að hafa lesið  um David Bowie. Sá hefur ávallt reynt að vera einskonar kamelljón og breytt útlitinu miðað við tíðarandann hverju sinni. Madonna hefur verið þekkt fyrir þetta líka, en hún hefur margoft breytt útliti sínu, hári, klæðnaði, og yfir heildina framsetningu á sjálfri sér til þess að einhvernveginn endurnýja sig og höfða til aðdáenda sinna eða til þess að krækja í nýja.

Fann annan vef um daginn sem heitir goodreads.com.  Þetta er svona bókavefur sem er býsna skemmtilegur. Þú segir frá því hvaða bækur þú viljir lesa, ert að lesa, eða ert búin að lesa. Svo sér maður hvaða bækur vinirnir eru að lesa og hvað þeir gefa fyrir þær eða segja um þær. Eitthvað er af íslenskum bókum þarna, mætti vera meira. Þessi vefur er fínn fyrir þá sem hafa gaman af bókalestri. Nú á ég mikinn fjölda af bókum þannig að þessi vefur hefur náð að kveikja í mér allavega.

Svo er það fleira. Hefurðu áhuga á að læra annað tungumál? Babbel.com er einkar skemmtilegur vefur á netinu sem hjálpar manni að nema nýtt mál.  Það kostar eitthvað um 1600kr. á mánuði í áskrift að vera þar inni en þú færð fínar leiðbeiningar þarna, talkennslu, málfræðiæfingar, upplýsingar um landið og m.fl.  Ég mæli eindregið með þessu.  

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband