Sammála. Rúv taki þessa kvörtun til greina.

Það er hárrétt ákvörðun hjá Félagi heyrnarlausra að kvarta  undan því að táknmálsfréttir voru felldar niður á fimmtudaginn. Heyrnarlausir ættu aldrei að verða útundan á meðan verið er að miðla mikilvægum fréttum og í rauninni ekki yfirhöfuð hvort sem fréttir eru mikilvægar eður ei.  Táknmálsfréttir taka ekki mjög langan tíma í dagsskránni á degi hverjum og það hefði verið fínt ef heyrnarlausir hefðu fengið sitt þetta kvöld líka. Hvers vegna ekki? Einhverjar 10 mínútur í dagsskránni hefði ekki skaðað nokkurn hlut í sjálfu sér. Og það hefði vel verið hægt að hagræða hlutunum með því að ...

... benda öðrum áhorfendum á að fylgjast með mikilvægum upplýsingum á Rás 2 á meðan;  að setja inn borða á skjánum hjá táknmálinu með mikilvægum upplýsingum og skilaboðum til fólks eða að setja inn lítinn kassa í öðru hvoru horninu (hjá Boga t.d.) og láta túlk koma þar inn á einhverjum áætluðum tíma.   E. t. v. eru einhverjir fleiri möguleikar til sem vert er að skoða í þessu sambandi. 

Leyfum heyrnarlausum að vera með í okkar samfélagi þannig að þeir hafi fulla rödd til jafns við okkur hin sem höfum heyrn.  

 


mbl.is Ósátt við að táknmálsfréttir féllu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

túlkurinn hefði getað verið kallaður út og hreinlega setið við hliðina á Boga :)

Nosy (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:07

2 identicon

Þetta er í raun og veru ekki svo flókið í framkvæmd, en er samt sem áður eitthvað sem hvorki Rúv né íslenska ríkið hefur viljað leggja fjármuni í og framkvæma. Aðrir eru allir að vilja gerðir held ég að ég geti fullyrt. Það sama á við um textun íslensks efnis í sjónvarpi. Og það er líka eitthvað sem nýtist svo mörgum öðrum en bara heyrarlausum, t.d. (gömlu) fólki sem er að missa heyrnina, útlendingum sem eru að læra íslensku og börn sem eru að læra að lesa. Þetta er spurning um viðhorf- og eins og alltaf: peninga.

túlkur (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:35

3 identicon

Takið eftir því að einungis er sjónvarpsefni, t.d. fréttir, heimildamyndir og annað textað á síðu 888 ef það tengist fötluðum.  Getur verið að heyrnarlausum og öðrum með einhverja fötlun komi ekkert við nema efni tengt þeirra ástandi ?  Er dýrara að texta íslenskt efni en erlent ? 

Í lokin:  Telja menn útilokað að heyrnarskert eða heyrnarlaust fólk eigi ættingja eða vini á skjálftasvæðunum og vilji vita af þeim ?

Anna (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband