Svínaflensan nú / spænska veikin 1918

 

 Þessi flensa er farin að dreifa sér óþægilega mikið milli landa. Sem betur fer samt þá eru það ekki allir sem deyja úr henni. Ennþá allavega.  Einhverjir hafa náð að lifa hana af og hún hefur ekki náð að stökkbreytast eins og vísindamenn (og allir aðrir vitanlega)  hafa haft áhyggjur af. Það má þó ætla að hætta sé á því að þessi pest verði á endanum alls ekki ósvipuð þeirri pest sem hingað kom 1918.

Það sem skeði 1918 var að hingað kom nokkuð slæm flensa um mitt það ár, sem grasseraði yfir hlýjustu mánuðina en það urðu þó ekki nein dauðsföll.  Svo gerist það um haustið það árið, að flensan stökkbreytist og fjöldi fólks tekur að deyja úr henni.  Hugsanlega hefur það verið vegna þess að þegar tók að kólna þá breyttust aðstæður fyrir flensuna og það er eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af í dag.  Næsta vetur gæti flensan lagst þungt á fóllk sem býr norðarlega. 

Árið 1918 einangraðist pestin hér fyrir sunnan.  Leiðinni var lokað norður í land, þannig að fólk slapp við pestina þar.   Miðað við mun meiri samgöngur í dag, þá er ekki víst að það sé eins auðvelt að hemja pest svoleiðis.   En árið 1918 var það allavega góð hugmynd miðað við tíma svarta dauða, en þá fór fólk í helgigöngur milli bæja og bar vitanlega pestina með sér. Þannig hrundi fólk niður umvörpum. Auk þess smitaðist fólk talsvert við mannamót þegar þurfti að fylgja öðrum til grafar. Þannig hrundi fólk niður einnig. 

Talandi um kirkjuferðir þá er það einkar athyglisvert að Séra Bjarni Jónsson sem var Dómkirkjuprestur árið sem spænska veikin geysaði hér og sá um jarðarfarir oft á dag veiktist ekki sjálfur. Það er sérstaklega athyglisvert miðað við starf hans sem sálusorgara byggðarlagsins. 

Hvað verður úr næsta vetur í tengslum við þetta veit í sjálfu sér enginn. Ef skapast ástand hér eins og 1918 þá mun það reyna all hressilega á bæði þjóðkirkjuna og heilbrigðiskerfið. Nógu erfitt er að hafa fjármálakreppu hér, ef svona óáran á ekki að bætast við líka.  


mbl.is Tveir látnir í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

allar flensur sem ganga yfir valda einhverjum dauðsföllum, lika hitabylgjur. einnig miklir frostar og kuldi. veit ekki alveg afhverju þessi flensa ætti að stökkbreytast i eitthvað verra frekar en aðrar pestir sem komið hafa.

GunniS, 25.5.2009 kl. 04:10

2 identicon

Nákvæmlega! Læknar sem ég þekki hlæja sig mátlausa af þessu rugli og tala um fjölmiðlaflensu!

óli (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 07:14

3 identicon

Það er einfaldlega vegna þess að hún hefur nú þegar stökkbreyst. Varð til úr svína og fuglaflensu, minnir mig og hafði hingað til ekki borist á milli manna. Þess vegna er meiri hætta á að hún stökkbreytist enn og aftur!

Heiða (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 08:26

4 Smámynd: GunniS

heiða, en hefuru spáð í hvað það er ógeðslegt að éta kjöt af svínum, fyrst þau eru það skild okkur að veira getur þetta auðveldlega stökkbreyst milli manna og svína. vissiru að það er hægt að græða hjarta úr svíni í mann. einnig að insulín úr svínum en notað í sykursjúka menn.

 ég vill samt meina að þetta sé blásið upp, aðrir flensufaraldrar hafa skilið eftir sig dauðsföll.

GunniS, 25.5.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 29595

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband