Að hætta að hugsa sífellt um stjórnmál!

Það er ótrúlega margt til í lífinu sem vert er að prufa. Eins og að rétt fyrir utan Reykjavík er fjall sem heitir Keilir og ef þú ferð upp þetta fjall þá finnirðu gestabók í járnkassa sem fullt af fólki er búið að skrifa í.  Verst hvað það tekur langan tíma að ganga að þessu fjalli en það er gaman að komast upp á það og sjá allt útsýnið.  Prufaðu einhvern tíma að fara uppá þetta fjall. Kostar ekkert. Nema þá helst bensínið á bílinn. En þetta er ekki svo langt fyrir utan bæinn.

Það er fullt af öðrum hlutum sem gaman er að gera en kostar ekki neitt;  þarf ekki að kosta neitt eða getur verið afar ódýrt. Suma daga er hægt að fara og skoða eitthvert listasafnið ókeypis. Eða ganga einhvern göngustíg sem aldrei hefur verið farinn áður (af manni sjálfum).  Ef það er sólsetur þá er gaman að ganga einhverja skemmtilega leið á meðan maður er að upplifa það. Allt fyrir einhverja tilbreytingu og hugsa um eitthvað annað en sífellt stjórnmál, Icesave, útrásarvíkinga og öll þessi leiðindi. Þessa hluti sem eru svo mikið í umræðunni á Íslandi í dag.

Ein hugmynd væri að þræða allar mögulegustu sundlaugar í Reykjavík yfir eitthvert tímabil. Prufa alls konar heita potta og rennibrautir m.a. nýju rennibrautina í Laugardalnum.  Eða kannski að stofna lesklúbb heima fyrir. Taka einhverja bók fyrir, allir lesi hana og hver segi sína skoðun um hana. Mín uppástunga væri þá að taka Laxdælu fyrir. Það er ein besta bók sem skrifuð hefur verið.  Fóstbræðrasaga er líka afskaplega skemmtileg og fyndin með afbrigðum.   Og hætta á meðan á facebook og Myspace, veita þessum vefum frí í einhvern tíma. Minnka áhorf á fréttir, slökkva hreinlega á sjónvarpinu, draga fram einhver spil eins og fimbulfamb eða actionary. Kannski á einhver ennþá gamla Útvegsspilið.

Einu sinni í sumar var ég staddur í lítilli bókabúð sem heitir Úlfarsfell. Þetta er þægileg verslun  vestur í bæ sem selur bækur og ritföng fyrir utan eitthvað af leikföngum. Þar inná milli bóka og hluta fann ég eitt sinn afskaplega litla bók sem ég hef mikið haldið uppá síðan. Hún heitir Vegir viskunnar og er gjafabók í lítilli öskju. Bókin er í lófastærð en ég er samt ekki búinn að lesa hana alveg alla. Kannski vegna þess að þetta er bók sem maður opnar hér og þar og finnur alls konar vísdóm spekinga liðinnar tíðar.  Mig langar til þess að vitna í þessa bók samhliða því sem ég var að tala um hérna að ofan:

Henry Miller (1891-1980) komst svo að orði eitt sinn: Þroskaðu með þér áhuga á lífinu eins og það birtist þér; á fólki, hlutum, bókmenntum, tónlist - heimurinn hefur svo mikið að bjóða, barmafullur af stórkostlegum dýrgripum, fögrum sálum og áhugaverðu fólki. Gleymdu sjálfum þér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29603

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband