Fyrrum forstöðukona trúarsafnaðar lendir í fangelsi.

Svo er víst að þessi umrædda kona Linda Björk Magnúsdóttir hafi verið forstöðukona safnaðar nokkurs hér í eina tíð sem kallaður var Frelsið.  Og nú er hún komin í fangelsi í henni Ameríku. Hvað varð síðan um eiginmann hennar Hilmar Kristinsson? Þau flúðu allavega bæði land eftir að hafa brotlent illa með þennan söfnuð sinn.  Sem sprakk með látum og skyldi eftir sig fólk í sárum.  Jú margt hefur verið tíundað um hann í fjölmiðlum, enda  afskaplega sérstakur söfnuður svo vægt sé til orða tekið og það var fólk sem fór verulega illa út úr því gerðist þar undir lokin. Svo mjög að það á  sumt hvert ekki Guðs orð lengur. En hvað um það.  

Ég leit við í Frelsinu nokkuð stuttlega ca 1999. Þá var þessi söfnuður í blóma. Þarna gekk ég inn að vori minnir mig og settist á fremsta bekk. Mikið samt hvað mér leiddist þarna inni. Merkilegt nokk. Það var ekki lifandis leið að mér tækist að endast þarna inni og ég labbaði út eftir alls ekki langa setu. Hugurinn reikaði stöðugt út á Laugarnestangann þarna rétt hjá og þangað fór ég á endanum. Mér fannst bara vanta eitthvað þarna sem er fyrir mér í dag óútskýranlegt - einhvern ákveðinn anda sem ég hef iðulega fundið víðsvegar annars staðar þar sem trúarstarf fer fram. Vitanlega mín upplifun og ekkert annað. Ætli mín tilfinning hafi ekki verið bara mátulega rétt eftir allt saman. Mér leið annars ágætlega út á Tanga eftir þetta og upplifði Guð minn sterkar þar við fjöruborðið.

Síðan rata sumir í fangelsi í Ameríku. Æi segi ég nú bara. Hvað kemur svo næst? Vonandi fer þetta mál vel hjá þessari óláns konu og hún sé ekki á einhverri leiðinlegri glapstigu í lífi sínu einmitt núna.  Þetta er dapurlegt mál.


mbl.is Bað um far til Albany
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þórður minn. Ég áttaði mig fyrst ekki á því að það hefur enginn annar en þú sjálfur skrifað þennan góða og ítarlega pistil um kynni þín af Frelsinu. Ég skildi lengi vel ekki hvers vegna þessi íslenska kona væri eftirlýst í Bandaríkjunum. Þetta er góð reynslusaga hjá þér. Og þakka þér innilega fyrir að hafa komið í Áskirkju og stutt við bakið á mér með nærveru þinni á sunnudaginn. Höfum samband fljótlega. Kærar kveðjur, þinn vinur, Þorgils Hlynur.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Kannski er ég svona viðkvæmur. En mér finnst það engu máli skipti hver forsaga þessarar konu er. Hvort hún hafi verið forstöðumaður safnaðar eður ei. Hún framdi glæp og finnst mér að það eigi að halda fortíð hennar aðgreindri frá henni- nema jú að það tengist glæpnum.

T.d fékk Sturla vörubílsstjóri ærlega að kenna á Gróu á leiti er hann hóf vörubílamótmæli á sínum tíma ásamt sínu fólki. Dregið var viðtal fram í sviðljósi þar sem hann lýsti miðilshæfileikum sínum og hömruðu margir á því að hann væri með geðlofavandamál.

Mér persónulega fanst það ekki smekklegt og varð ekkert sérlega hress á að vantrú hafði minnst á það sérstaklega að þessi kona tilheyri söfnuði. Ástæðan var augljós. Þó vantrúarmenn sögðu það ekki með beinum orðum þá voru þeir að reyna að draga neikvæða mynd af fólki sem er í söfnuði.



Brynjar Jóhannsson, 6.11.2009 kl. 16:48

3 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Takk fyrir góða prédikun Þorgils minn. Það var gott að koma í kirkjuna þennan sunnudag. Við sjáumst vonandi hressir fljótlega. 

Takk fyrir fína umræðu Brynjar. Það er víst mín skoðun að ýmiss konar neikvætt athæfi úr fortíðinni geti unnið gegn fólki hvort heldur sem því hlotnast eftirsóknarverð eða óeftirsóknarverð frægð. Fólk fær umtal og þá kemur ýmislegt e.t.v. í ljós, hvort heldur sem það kann að vera neikvætt eða jákvætt.  Því miður þá verður oft hið neikvæða ofaná.  

Þórður Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband