Frægur eða heimsfrægur

Það getur ekki verið spennandi að vera ofurfrægur eins og Tom Cruise eða Brangelina.  Gaman er að vera þekktur og virtur en að vera ofurfrægur og lagður svo að segja í einelti af blaðamönnum og ljósmyndurum hlýtur að vera gjörsamlega óþolandi.  Paparazzi-ljósmyndarar leggjast lágt til að ná lærleggjamyndum og innundir líka. Þess vegna er kannski skiljanlegt að sumir fái skapofsaköst yfir slíku.  Sem betur fer ekki öll frægð manna þannig.  Þessi leikarahjón eru nógu ófræg til þess að fá að vera í friði á kaffihúsum, en samt nógu fræg til þess að við fengum að vita af ófrægðinni að þau fengu að vera í friði fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum.  Vá maður. 

Til er eftirsóknarverð frægð eða það að vera þekktur og virtur fyrir eitthvað án þess að hafa ljósmyndara á eftir sér. Ágætt að vera frægur á þessum bás. Allir frægir Íslendingar eru hér nema kannski Björk sem er fyrir löngu orðin miklu frægari en allir aðrir Íslendingar. 

Svo er það heimsfrægðin sem er þess leg að það þekkja mann gjörsamlega allir í heiminum sem á annað borð kunna að lesa blöð eða horfa á sjónvarp. Það getur ekki verið spennandi að fá hvergi að vera í friði, þurfa stanslaust að passa upp á gluggana, hvort sjáist inn, draga fyrir, passa sig síðan þegar farið er út, ef sést í bert hold einhversstaðar eða skvap þá er það strax komið í eitthvert æsifréttablað og milljónir manna að velta sér upp úr skvapfréttunum. 

Til er síðan hin óeftirsóknarverð frægð. Eins og William Hunk sem sló í gegn fyrir nokkrum árum fyrir lélegan söng eða allir leikararnir í Jackass þáttunum.  Eða hitt að verða skyndilega þekktur fyrir brask, sukk og svínarí, fals og svik.  Ekki spennandi frægð það. 

Það er líka fínt að vera ekkert frægur. Þá er hægt að vera alveg laus alla svona auka athygli sem fylgir því að vera frægur. Er ekki annars bara best að reyna aldrei við neina frægð og leita bara hamingjunnar þess í stað? 


mbl.is Hélt að hún væri rosalega fræg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband