Hvað segir þessi mynd þér?

Ekki langar mig til þess að taka þátt í harðri deilu um svona auglýsingaskilti.  Kemur samt ekki á óvart þótt einhverjir móðgist vegna þessa.  Myndin virkar kynferðisleg og meðal fólks sem tilbiður Maríu mey sem hina heilögu óspjölluðu guðsmóður þá verður þessi mynd að helberu guðlasti.  Þeir sem ekki hafa slíka viðkvæmni gagnvart Maríu mey eru líklegri til þess að sjá húmorinn í myndinni. Það er þessi trúarlega helgi sem skapar deiluna.  María mey er sterkur hluti af kaþólskri trú og þess vegna getur það alveg eins orðið erfitt að sjá hana í þessu ljósi þ.e.a.s með einhverju sem tengist hinu kynferðislega. 

Auglýsingaskiltið skapar umræðu. Það er engin spurning. Hvers vegna ekki að hreyfa við fólki og skapa umræðu? Eðli góðrar prédikunar er að hún hreyfir við fólki og fær það til að hugsa, sjá líf sitt í nýju ljósi, eða annarra. Hún er jafnvel til þess að fá fólk til þess að hugsa um hluti sem hafði áður ekki hvarflað að því.  Þannig getur þetta skilti í eðli sínu verið eins og prédikunin. Hún fær fólk til að hugsa og hún skapar umræðu. Hreyfir við.

Hvað segir þessi mynd þér? Beinir hún sjónum að einhverju kynferðislegu, að tilfinningalegu ójafnvægi Jósefs og kynvanda, eða að ástinni og hversu viðkvæm hún getur verið en samt mikilvæg hverjum manni. Að elska og vera elskaður er öllum mikilvægt en það getur líka verið sumum erfitt á köflum að elska aðra manneskju. Svona mynd getur fyrir mér sagt fullt af hlutum sem tengjast lífinu sjálfu.  Það er svo margt í spilunum þegar við tölum um náið samband fólks. Ástin er dýrmæt en líka um leið brothætt og viðkvæm. Hún er mönnum gefin og jólin minna okkur á mikilvægi þess að varðveita ástina og hið góða í lífi okkar.  
mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 29595

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband