Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Athyglisvert

Frábært að búa til mynd um Tinna.  Það hefur verið gert áður fyrir ca. 30 árum eða svo. Tinni og bláu appelsínurnar hét hún. Minnir það. Eitthvað flopp sem enginn man eftir, nema hvað gefin var út bók samkvæmt myndinni.  Hvað hitt varðar þá getur ekki verið að Jamie Bell í hlutverki Tinna sé að fara að leika beinlínis í senum með Daniel Craig. Samkvæmt sögunum um Tinna þá tilheyrði Rögnvaldur  17.öld eða eitthvað álíka og það var forfaðir Kolbeins Kafteins sem hitti hann.  Þannig að aldir og ár skilja að þetta illmenni Rögnvald og Tinna.  Spennandi eða þannig. Á að búa til spennumynd fyrir fullorðna úr þessum barnabókum? 


mbl.is Craig leikur illmenni í Tinnakvikmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með almennilegum vettlingatökum

En hvað það er gaman stundum að fylgjast með Alþingi.  Þeir eru misgóðir ræðumennirnir.  Höskuld Þórhallsson hefur aldrei birst mér áður; vissi ekki að hann væri á þingi.  Mikið hvað hann minnti mig á Martein Mosdal áðan. Þetta kom:  Það verður að taka á þessu með almennilegum vettlingatökum!  Þá hló þingheimur.  Nei fyrirgefiði. Það duga engin vettlingatök.  Ætli Spaugsstofan grípi þetta ekki? Það verður allavega nóg efni handa þeim fyrir laugardag.  


Ræðumaðurinn Obama

 

Það var einkar athyglisvert að fylgjast með Barrack Obama í gær meðan hann hélt ræðu sína við Þinghúsið í Washington.  Eitt af því sem vakti athygli var að hann var alveg óbundinn af pappír. Ræðan virtist ekki á neinn hátt vera skrifuð frá orði til orðs né heldur virtist hann horfa í neina textavél.  

Obama var öruggur í ræðustól og notaði hendurnar lítið til áherslu en náði alveg til fjöldans. Samt var þetta engin stjörnuræða.  Þessi ræða var nokkuð löng en ekkert afgerandi nýtt í henni. Líklega höfum við þarna góðan ræðumann og betri ræðumann en Bush nokkurn tíma. Spennandi verður bara að sjá hvernig hann reynist sem forseti.  


Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband