Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Vér mótmælum

Ég er búinn að vera að lesa fréttir á þeim fréttaveitum sem ég hef mögulega getað fundið.  Með samþykktinni verðum við landsmenn að borga risaskuld en um leið er verið að líta til þess að greiðari leið verði að ESB sem muni geta reist efnahaginn við.  Fréttaveiturnar sem ég var að skoða eru allar með þessa staðreynd.  Fyrir mitt leiti er eins og verið sé að selja landið. Allar aðrar leiðir hefði ég viljað fara en þessa. Tíminn mun leiða í ljós að við erum að gera rétt segir Steingrímur. Þau orð eru nú komin út um allan heim. Ég er ekki viss um að tíminn muni leiða það í ljós. 

Vér mótmælum. 

 


mbl.is Fréttir af Icesave berast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt að mæta og æfa

Það er fínt að mæta í Laugar og æfa aðeins. Gaman fanns mér reyndar síðast þegar ég skannaði mig inn að þá kom froskaröddin hans Péturs Jóhanns og sagði - hver er með svona falleg augu, essasú? Mér skilst reyndar að það hafi bara verið einni skanni þannig, en sniðug hugmynd finnst mér að setja svona upp. 

Aðstaðan finnst mér annars fín og allt viðmót gott.  Það er ekki mín skoðun að þarna sé þröngt um vik, of margir og of lítill staður fyrir fjöldann. Einhverjar stundir dags eru að vísu þannig að þá eru fleiri en venjulega en þó aldrei svo að ekki sé hægt að finna sér skáp og tæki til þess að æfi sig í.  Þá er einstaklega skemmtilegt að geta fylgst með sjónvarpsdagsskrá meðan maður er skokka. Kvöldin til þess eru ágæt, ekkert svo mikið af fólki að æfa þess heldur.

Þetta er flott. Frábært að svona flottur staður skuli vera til. Ég mæli alveg eindregið með Laugum að öðrum stöðum ólöstuðum auðvitað.   

 


mbl.is Steikinni brennt í ræktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki bara einlífið sem veldur þessu?

Hvað er það sem veldur því að kaþólska kirkjan lendir í svona harmleik? Á undanförnum árum hafa komið upp mál þar sem prestar hafa gerst uppvísir af barnamisnotkun eða einhvers konar óeðlilegri kynhegðun.  Hér höfum við Írland; einhverntíma alls ekki fyrir löngu höfðum við Bandaríkin.

Það er kannski eitt sem vert er að benda á í þessu samhengi og það er einlífi presta. Ástæða þess að kaþólskir prestar eru skírlífir fylgir þeirri trú að Jesús Kristur hafi verið það og hann kvæntist ekki. Prestarnir gegna erindum hans og ganga inn í stöðu hans, eru í hans hlutverki við messugjörð og  að þeir eiga að lifa með hann sem fyrirmynd. Það er ekki rétt sem einhver sagði við mig í gær að kaþólsk trú horfi framhjá Kristi og einblíni á dýrlinga. Sú trú er fyrir hendi að Kristur sé lifandi hluti kirkjunnar og það sé horft tll hans og hann meðtekinn í heilögu sakramenti þ.e.a.s. við altarisgöngu.  

Vegna þess að Jesús var karlmaður þá hefur konum ekki hlotnast sá heiður að verða prestar innan kaþólsku kirkjunnar.  Aðeins karlmenn fá að gegna því hlutverki. Þar að auki er ekki litið á þetta sem starf eða vinnu heldur sem lífstíl, ákveðið líferni sem presturinn hefur verið kallaður til. Þetta er köllun til þjónustu, ekki ráðning í starf og launin eru ekki neitt gríðarleg eins og einhver hafði áhyggjur af nú fyrir ekki svo löngu síðan.   

Þá er von að maður spyrji hvers vegna í ósköpunum fara menn í þessu hlutverki út í það að misnota börn?   Það er ekki auðvelt að svara því með beinum hætti. E.t.v. er það einlífið sem fer ekki vel í menn.  Það að prestar séu almennt séð kvæntir er að mínum dómi ábyggilega hollara fyrir þá en þá um leið þarf að verða einhver viðhorfsbreyting innan kaþólsku kirkjunnar varðandi einlífið og á þessari trúarlegu sýn á Krists-hlutverki presta. Ég er ekki viss um að slíkar breytingar verði í bráð eða jafnvel nokkurn tímann en sjáum samt til með það. 

Skrítið samt að biskupar, bæði á Írlandi og í Bandaríkjunum hafa þagað um misnotkun presta í staðinn fyrir að taka á málunum með einhverjum áþreifanlegri hætti. Hvort það er kjarkleysi, þeir trúa þessu ekki eða það er logið stanslaust að þeim skal ósagt látið. 

  


mbl.is Annar írskur biskup segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur fíflagangur!

Karlmaður sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni, vinnur og reynir að brosa í gegnum tárin er ekki spennandi.  Hvurslags atgervi er þetta eiginlega?   Mér finnst ekkert varið í svona lagað. Það er sem er spennandi er alvöru kynþokki.  Tökum sem dæmi Sean Connery. Alveg einstaklega sjarmerandi maður. Þvílíkt hvað sá maður er loðrandi í kynþokka. Stórglæsilegur alveg hreint. Hvers vegna ekki að velja hann fallegasta karl heims (ábyggilega búið að því margsinnis) í staðinn fyrir að vera með þennan fíflagang.

Eru ekki annars fegurstu karlmenn veraldar bara einhverjir asnar sem vinna á verkstæðum eða skurðgröfum einhversstaðar, sem síðan koma heim angandi af svitafýlu og skítugir uppyfir haus? Drullusokkar sem aldrei hafa lagt það á sig að læra neitt sérstakt en hafa komist áfram með frekju og yfirgangi, hnefa og leiðindum, rífandi kjaft alveg endalaust, reykjandi og spúandi ásamt tilheyrandi áfengisdrykkju. Mennirnir sem fjöldinn allur af kvenfólki vill þefa uppi og eiga til þess að bjarga  frá bulli og vitleysu, og geta það síðan ekki af því að þeir eru svo eigingjarnir, durtslegir og þverir en samt svo ofboðslega fallegir, burtséð frá öllu öðru. Með tímanum safna þeir síðan ístru og nenna ekki að hreyfa sig og alls ekki til að þrífa eitt né neitt. Þvílíkum árangri mun þessi ungi Bolivíumaður aldrei ná nema aðeins fyrir þær sakir að svoleiðis og þannig hrikalegur asni leynist í honum. En hann virkar bara ekki þannig. Hvernig í ósköpunum á íslenskt kvenfólk til dæmis að geta fallið fyrir svona manni? Sem grætur eftir fegurðarsamkeppni!


mbl.is Fallegasti maður í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir þessir páfar tengjast heimstyrjöldinni síðari nema einn sem varð óléttur!

Nú hef ég kynnt mér kaþólskan sið nokkuð vel. Eitt af því sem ég hef lært er að til þess að komast í dýrlingatölu þá þurfi maður að hafa staðfest nokkur kraftaverk í lífi sínu. Að lágmarki þrjú kraftaverk allavega.  Vel getur verið að hjá þessum tveimur páfum leynist einhver kraftaverk sem skili þeim í dýrlingatölu. Hvað veit ég.

Báðir þessir páfar sem nefndir eru auk núverandi páfa hafa tengingu við síðari heimsstyrjöld. Pius páfi XII var páfi á tímum síðari heimsstyrjaldar. Hann hefur verið sakaður um að hafa ekkert gert og engu mótmælt í tengslum við helförina. Jafnvel þó svo að menn hafi leitað aðstoðar hjá honum þá hafi það engu skilað. Um þetta hafa verið búnar til heimildarmyndir. Nú segja menn að hann hafi verið að fela einhverja gyðinga. Það eru nýjar fréttir fyrir mér. Til eru viðtöl við menn sem er sárir og reiðir út í þennan páfa. 

Á sama tíma og þessi páfi sat á valdastóli í Vatikaninu var annar ungur maður, búsettur í Póllandi að vaxa úr grasi. Karol Wojtyla hét hann þá. Maður sem lét lítið fara fyrir sér en átti það til að leika sér við  gyðingastráka út á götu í fótboltaleikjum. Sem áttu raunar allir eftir að hverfa á stríðsárunum. Karol Wojtyla átti sjálfur hins vegar síðar eftir að verða prestur og  enn síðar Jóhannes Páll páfi II.  Einn sá allra dáðasti páfi sem uppi var á 20. öldinni. Sá hinn sami og kom hingað til Íslands hér um árið og kyssti jörðina um leið og hann kom út úr flugvélinni.  

Einhversstaðar annars staðar í þýskalandi var síðan annar ungur drengur sem einnig átti eftir að verða páfi: Joseph Ratzinger síðar Benedikt páfi XVI sem er núverandi páfi. Svo er sagt að hann hafi verið sendur í Hitlersæskuna en að hann hafi ekki haft áhuga á henni. Hann hafi einnig verið sendur í herinn rétt fyrir stríðslok en barðist ekki neitt sökum heilsufars síns en lenti þó í fangabúðum bandamanna þar sem hann var jú hermaður.  Seinna verður hann eins og Karol, prestur og kardináli lengst allra manna nánast og elstur manna til þess að verða páfi síðan1740 eða 78 ára gamall. 

Ekki veit ég hvort að reynt sé með einhverjum hætti að fegra líf þessara páfa þannig að hægt sé að koma þeim í dýrlingatölu. Nú þegar reyndar er mikill fjöldi af fólki í slíkri tölu. Mun fleiri en þú getur ímyndað þér. Fyrir mér þá væri það best að það væri alveg afgerandi og óumdeilanlegt hver eigi í dag heima í slíkum hópi. 

Vissir þú samt, svona í lokin, að það komst einu sinni kona í valdastól páfa? Það var einhvern tíma á miðöldum og ekki til svona flott Vatikan þá eins og er í dag. Enginn vissi að þetta væri kvenmaður og svo þegar páfinn fór að gildna undir belti þá fór að renna á menn tvær grímur og þegar leið á þetta og það gildnaði og gildnaði þá fékk umræddur páfi þá hugmynd að láta sig hverfa og gerði það. Ekkert spurðist til hans framar eða óléttu hans. Hvar hann eignaðist barnið er ekki vitað.    


mbl.is Páfar í dýrlingatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir þessi mynd þér?

Ekki langar mig til þess að taka þátt í harðri deilu um svona auglýsingaskilti.  Kemur samt ekki á óvart þótt einhverjir móðgist vegna þessa.  Myndin virkar kynferðisleg og meðal fólks sem tilbiður Maríu mey sem hina heilögu óspjölluðu guðsmóður þá verður þessi mynd að helberu guðlasti.  Þeir sem ekki hafa slíka viðkvæmni gagnvart Maríu mey eru líklegri til þess að sjá húmorinn í myndinni. Það er þessi trúarlega helgi sem skapar deiluna.  María mey er sterkur hluti af kaþólskri trú og þess vegna getur það alveg eins orðið erfitt að sjá hana í þessu ljósi þ.e.a.s með einhverju sem tengist hinu kynferðislega. 

Auglýsingaskiltið skapar umræðu. Það er engin spurning. Hvers vegna ekki að hreyfa við fólki og skapa umræðu? Eðli góðrar prédikunar er að hún hreyfir við fólki og fær það til að hugsa, sjá líf sitt í nýju ljósi, eða annarra. Hún er jafnvel til þess að fá fólk til þess að hugsa um hluti sem hafði áður ekki hvarflað að því.  Þannig getur þetta skilti í eðli sínu verið eins og prédikunin. Hún fær fólk til að hugsa og hún skapar umræðu. Hreyfir við.

Hvað segir þessi mynd þér? Beinir hún sjónum að einhverju kynferðislegu, að tilfinningalegu ójafnvægi Jósefs og kynvanda, eða að ástinni og hversu viðkvæm hún getur verið en samt mikilvæg hverjum manni. Að elska og vera elskaður er öllum mikilvægt en það getur líka verið sumum erfitt á köflum að elska aðra manneskju. Svona mynd getur fyrir mér sagt fullt af hlutum sem tengjast lífinu sjálfu.  Það er svo margt í spilunum þegar við tölum um náið samband fólks. Ástin er dýrmæt en líka um leið brothætt og viðkvæm. Hún er mönnum gefin og jólin minna okkur á mikilvægi þess að varðveita ástina og hið góða í lífi okkar.  
mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það finnst mér bara allt í lagi

Það er mikilvægt að fylgst sé með þessu. Þetta var reyndar ekki svona þegar ég var í framhaldsskóla. Þá voru engin svona bjórkvöld í miðri viku. Það voru böll einu sinni í mánuði og ekki boðið upp á neitt nema vatn. Síðan voru krakkar úr öðrum skólum fengnir til þess að vera í gæslu. 

Sú gæsla staðsetti sig meðal annars við innganginn og gestir á ballið mættu þá iðulega við skál þar eftir partý í heimahúsum.  Síðan var þuklað og þreifað eftir flöskum eða einhverju hulstri með vínanda í.  Þvílíkur atgangur sem það gat verið vegna þess að 10 til 15 manns voru í þessari athugun. Eftir hana var svo liðinu einhvernveginn ýtt inn. Sko þetta var fyrir 20 árum. Innandyra var ekki boðið upp á neitt nema vatn, fatageymslu og auðvitað tónlistina.  

Nú er boðið upp á skemmtikvöld á skemmtistöðum. Áfengisneysla er vissulega ábyrgðarhlutur. Það hafa ekki allir unglingar þroska til þess að umgangast áfengi og það er nauðsynlegt að fylgjast með og hafa hemil á gagnvart unglingadrykkju.  Og nú sýnist mér að það sé boðið upp á eitthvað meira en vatn á svona skemmtikvöldum. Það þykja mér fréttir.

Eftir sem áður. Þó svo að úr verði engir sérstakir eftirmálar og áhugi á áfengi hverfi jafnvel eftir unglingsárin þá eru þetta það viðkvæm ár í lífi manneskju að neysla áfengis getur sett sín spor í sálu og hugsunin um atvik dvalið í huga ævina á enda.  Það eru þessi mótunarár sem eru svo mikilvæg hverjum og einum. Það að það sé eftirlit finnst mér gott. En það nær ekki í heimahús þar sem eru partý. Þar kemur inn ábyrgð foreldra að fylgjast með. Sem er mikilvægur hlutur vegna þess að þegar eftirlitið eykst á skemmtistöðum þá flytjast hlutirnir meira til og færast yfir í partýin. 


mbl.is Vilja banna bjórkvöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að leggja traust sitt á þetta?

Nú fækkar bönkum ekki neitt eftir hrunið þeim fjölgar ef eitthvað er.  Þeim fer allavega ekki fækkandi. Áður þandist þetta allt út, langt yfir landsframleiðslu. Svo kom hrunið en nú árið eftir erum við að sjá banka skipta um nafn, stækka og meiri umsvif. Það er ekki nema von að maður treysti þessu takmarkað. Eru menn núna almennilega að fylgjast með þannig að það verði ekki annað hrun?
mbl.is Byr fjórði ríkisbankinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli góði Villi

Takk fyrir það. Gamli góði Villi ætlar ekki að vera með í þetta sinnið og líklega aldrei aftur. Nema hann skipti um skoðun og ákveði að vera með eftir allt saman. Það breytir því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera í blússandi vandræðum síðan Davíð Oddsson fór ekki lengur til að bjóða sig fram fyrir flokkinn.

Hvort sem það er borgarstjórn eða landsmálin þá eru vandræðin ótvíræð hjá Sjálfstæðisflokknum við að finna sér góðan leiðtoga til þess að leiða flokkinn til sigurs.  Gamli góði Villi verður ekki þar. Sem er allt í lagi. Hans tími er liðinn. Var hann góður leiðtogi? Því verður ekki svarað hér. 

Ég spái því að fram muni koma sterkur leiðtogi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem er mun sterkari en núverandi formaður flokksins. Sjáum bara til. Sá tími mun koma. 


mbl.is Vilhjálmur ekki í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það

 Hitler er dauður. Alveg pottþétt að hann dó í neðanjarðarbyrginu. Til eru allavega æviminningar fólks sem var þarna og geta vottað um það. Traudl Junge heyrði skotið ríða af og talar um það í æviminningum sínum.  Síðan kom Heinz Linge að Hitler og konu hans eftir að þau höfðu svipt sig lífi og kvaðst í æviminningum sínum aldrei bíða þess bætur.  Sagan segir að Hitler hafi bæði skotið sig og bitið í blásýruhylki um leið til þess að það væri alveg pottþétt að hann væri í alvörunni að láta sér heppnast að drepa sig. Eva Braun lét sér duga að taka bara inn blásýru. 

En nú vitum við það. Jarðneskum leifum Hitlers var ekki skolað niður í ræsi einhversstaðar í Rússlandi. Hann fékk virðulegri meðferð en það.  Hvað það er nú ágætt að það skuli vera komið á hreint. Nú mun hópur nýnasista ábyggilega reyna að komast að því hvar við Elbu því síðasta af Hitler var kastað og vera þar með ræðuhöld og almennan gleðskap. 

Hitler lifir samt góðu lífi. Þ. e. a. s. í hugum manna. Um hann er talað í þvílíkum fjölda bóka að engu lagi er líkt. Sem er í sjálfu sér ekkert skrítið. Um leið og talað er um illsku og hreina mannvonsku þá er minnst á þennan mann. Allavega mjög oft.  Myndir af manninum birtast öðru hvoru í blöðum og tímaritum. Á netinu líka.  Heimildamyndir koma öðru hvoru og búnar eru til bíómyndir. Hvað ætli það séu margir sem hafi leikið þennan mann í sjónvarps- eða bíómyndum? Enn eiga einhverjir eftir að leika hann, það er alveg pottþétt.   

Ekki það að þessi maður trufli mig neitt þannig. Mér er alveg sama þótt smettið á honum verði á vegi mínum. Mér verður samt oft hugsað til þess hversu oft þessi maður birtist mér á ýmsa vegu eins og ég minntist á í dæmum hér að ofan, án þess að ég væri beinlínis að leita að honum. Ég á samt aldrei eftir að verða aðdáandi hans. 

Gömul vinkona mín sá einu sinni sjónvarpsmynd sem átti að gerast í Austurríki á ofanverðri 19. öld. Hún fjallaði um erfiða bernsku drengs nokkurs sem átti harðsvíraðan og strangan pabba. Svo var farið svo illa með drenginn og hann laminn og barinn og ég veit ekki kvað. Vinkona mín vorkenndi drengnum í hið óendanlega.  Alveg þangað til að kom í ljós að þetta var mynd um bernskuár Hitlers...  


mbl.is Segja lík Hitlers að engu gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband