Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Já já, einmitt!

 

Það er alger óþarfi að láta svona háðvefsþvætting ergja sig. Við erum Íslendingar og höfum lifað hér í aldaraðir og lengst af við harðbýli. Þolað móðurharðindi, svarta dauða, spænska veiki, vosbúð, kulda og trekk.  Og þó að einhverjir í Evrópu vilji gera grín að okkur, þá þeir um það. Ekkert illt varir til eilífðar og sjaldnast lengi sagði Epikúros eitt sinn. Þjóðin mun lifa þetta allt saman af en hvernig er vart hægt að segja. 

Annars þá eru aðstæður okkar í dag óþægilega vondar. Allt þetta vesen og öll þessi áhyggjuefni. Eigum við almenningur að fara að borga af einhverjum Icesaveskuldum fljótlega? Nóg er með myntkörfulánin og öll hin lánin, verðbólguna, hækkandi skatt og skerðingu á lífeyri. Göngum við í ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu? Væri ekki betra ef þjóðin fengi að ráða því? 

Þá er byrjuð að grassera hérna hin  misvonda svínaflensa sem engin veit hversu slæm verður næsta vetur. Svo kemur einhver spámiðiðill og spáir miklum jarðskjálfta hér á suðvesturhorninu! Allt er þetta voðalega spennandi eða þannig. 

Svo koma einhverjir Hollendngar og gera grín að okkur!  

Best er að byrja sérhvern dag á því að hafa svakalegar áhyggjur af þessu í hálftíma eða svo, og gera síðan eitthvað annað með restina af deginum. Lífið er aðeins einu sinni, njótum þess! 

 
mbl.is Herferð gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband