Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Alveg hræðilegt

Það er alveg ótrúlegt ef satt reynist (en svo virðist vera) að einhverjum skuli hafa dottið það í hug að fara og bera elda að Laugarásvídeóleigunni. Þvílík hörmung að missa þessa leigu svona.  Svo dettur einhverjum í hug að eigandinn sjálfur hafi tekið þátt í þessu og framkvæmt. Það er hrein endaleysa að halda slíku fram, hreint út sagt algerlega út í hött.  Að hugsa sér að þarna fuðra upp á einu augabragði yfir 200 milljónir króna. Það þarf mann með einbeittan brotavilja til þess að ráðast á með þessum hætti; sem og er alveg sama um líf og limi fólks sem býr á næstu hæð fyrir ofan.

Laugarásvideóleigan var eðalleiga og það var gott að líta þarna við og finna sér myndefni. Ef það var ekki til annars staðar þá var það til þarna og ef ekki þarna þá hvergi (eða svona nánast).  Að staldra þarna við og spjalla við eiganda leigunnar Gunnar Jósefsson var alveg ferlega skemmtilegt í þokkabót, svona eins og tími gafst til, enda eðalmaður að eiga samskipti við. Svo gerist þetta.  Þvílík hörmung. En vonandi verður hægt með tíð og tími að byggja upp annan svona góðan stað (sem er ekki hægt að kveikja svona í).

Með samúðarkveðjum til Gunnars og þeirra sem stóðu að þessari fínu leigu með honum. 


mbl.is Eldsvoði að Dalbraut í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm hugmynd

Svona tveggja vikna greiðsluverkfall leysir engan vanda. Skuldirnar bara bíða og aukast, ekkert annað.  Annað er að það er ekki hægt að fara í svona verkfall og byggja það að einhverju leiti á  móral gagnvart siðspillingu í kerfinu.  Þannig hugsunarháttur má sín lítils þegar gerð er krafa til skulda.   Nú er samt ekki víst að svo margir verði með í nefndu verkfalli, en þeim má vera það fyrirfram ljóst að staðan verður ekkert betri með því,  og enginn kröfuhafi mun nokkurn tíma taka mark á svona verkfalli.  


mbl.is Fara í greiðsluverkfall 1. okt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes var með í útrásarlofsöngnum

Þarna stendur Hannes í Alþingisgarðinum og segist ekki hafa verið með í því að lofa útrásina. Hann var nú bara samt með í því eins og svo margir aðrir. Á þessum árum sem Hannes minnist á, þá voru menn með glýju í augunum gagnvart öllum útrásargróðanum. Hannes var alveg þar á meðal.  

Ef farið er á YouTube og skrifað Hannes Hólmsteinn í reitinn þá kemur strax upp, efst á blaði,  viðtal við Hannes frá 2007 þar sem hann lofar útrásina og kveðst ætla að flytja fyrirlestur daginn eftir um ágæti útrásarinnar í hátíðarsal Háskóla Íslands.   Nú er með Hannes eins og svo marga aðra sem lofuðu útrásina á sínum tíma að þeir vilja ekki kannast við það að hafa verið með í slíku.  Davíð Oddsson hefur einnig neitað í sjónvarpsviðtali að hafa verið með í útrásarsöngnum; þó er til myndefni á YouTube þar sem hann er að hrópa húrra fyrir Björgólfunum! 

Í sjálfu sér er hefur Hannes Hólmsteinn alveg eins rétt á því að tala við fjölmiðla (eða fjölmiðlar að tala við hann), hvort hann hefur einhvern hljómgrunn í þjóðfélaginu og hvort að bókin sem hann er að fara að gefa út selst vel eða illa er annað mál. Landslagið er mikið breytt frá því sem áður var og harkan í þjóðfélaginu og reiðin er orðin það mikil að fæstir eru tilbúnir til þess að hlusta á einhvern frjálshyggjusöng. Tími öflugs kapitalisma er liðinn á Íslandi.

 


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkast til alveg ótengt Jackson

 Á þessu myndskeiði sést hvar maður hoppar út um afturhurð á bíl. Hann er í hvítri skyrtu og lágvaxinn með svarta ábreiðu einhverskonar yfir höfðinu eins og einhver sem vill ekki þekkjast. Á móti honum út úr bílnum tekur heldur stærri maður í jakkafötum sem síðan vísar honum leið inn um lokaða hurð. Allt gerist þetta í lokuðu porti einhversstaðar. 

Tilgátur um að frægir menn eins og Elvis Presley, 2Pac Shakur og fleiri séu á lífi hefur lifað góðu lífi meðal almennings þar vestra til fjölda ára.  Nú bætist Michael Jackson við svoleiðis tilgátusmíði. Þó svo að einhver haf sést hoppa svona út úr bíl í porti þýðir ekki að um poppgoðið sé að ræða. Þetta gæti hafa verið í tengslum við mál alls ótengt honum og maðurinn sem sést þarna kann að vera í haldi CIA eða FBI eða álíka vegna gruns um eitthvað. Hver veit? 

Talandi um Elvis. Ef farið er á YouTube þá má finna heilu kenningarnar um tilvist Elvis meðal almennings. Hann á meðal annars að hafa sést í Home Alone þar sem hann stendur fyrir aftan mömmu gömlu á flugvellinum þegar hún er að panta sér miða aftur heim frá París.  Dæmi hver sem vill. Nefnilega maðurinn rykkir höfðinu til alveg eins og Elvis gerði stundum forðum daga.

Það verður alveg eins um Michael Jackson. Fólk  á eftir að sjá hann út um allt í framtíðinni. 


mbl.is Jackson lifandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt og annað eins óvenjulegt.

Nú er maður búinn að horfa á þetta myndband a.m.k. tvisvar og það er einsog þegar maður er að horfa á þetta að umræðan þarna sé í sjálfu sér ekkert sérstaklega djúp einhvernveginn; hún er bara skrítin ef eitthvað er. Vissulega samt er Sigmundur þarna nokkuð óvenjulegur í ræðustól, með engan pappír með sér, hallar sér fram á ræðustólinn og talar einsog uppúr sjálfum sér á staðnum. Fyrir mig ókunnugan öllu öðru en því að hér stígi á stökk ræðumaður með eitthvað að segja, þá  virtist mér eins og maðurinn væri í glasi. Og það kom á daginn að  Sigmundur hafði einmitt fengið sér í glas fyrir þennan fund. 

Athugum samt eitt og það er það að Sigmundur er reiðubúinn að horfast í augu við sjálfan sig  þ.e.  hann biðst velvirðingar á hegðun sinni. Þar er Sigmundur maður að meiri.  Margur er þannig að hann sér ekki sjálfan sig, að eigin gerðir geti einhverntíman verið rangar. Allt er réttlætt eða horft framhjá því. Allt er öðrum að kenna, og afsökunarbeiðnir eiga sér hvergi stað. Svo æða menn áfram eins og naut í flagi.

Það eru mörg stærri og erfiðari mál til þess að klára núna þessa dagana. Þetta mál má ekki fá of langan tíma, en Sigmundur er tiltölulega nýkominn á þing og á að fá sitt tækifæri til þess að leggja sitt að mörkum. Þetta voru óheppileg og heldur slæm mistök hjá Sigmundi eins og gefur að skilja en það hlýtur að vera hægt fyrir hann Sigmund að gera betur en þetta. Er það ekki?

Gangi þér vel á þingi í framtíðinni Sigmundur Ernir.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekkert nýtt í sjálfu sér.

Al-Quada hafa haft vilja til hryðjuverka til fjölda ára.  Hversu mikil getan er, er erfitt að segja til um. Þetta er stórhættulegur hópur manna og til alls líklegur.  Athyglisvert samt hvað þeir hafa gert lítið undanfarið miðað við hversu blóðheitir þeir eru.  Svo er það náttúrulega annað mál hvort þessi samtök séu í rauninni til? 

Til dæmis að þetta séu tilbúin samtök og með því að æsa upp árásarhættu sé hægt að réttlæta stríð í Afganistan og Írak, þar sem bandarísk stórfyrirtæki geta komist í auðlindir.  Þessu stríð hafi því ekkert með frelsi að gera heldur græðgi og dæmi um siðleysi þessa heims. 

Segjum síðan að samtökin séu í raun til. Þetta sé hópur reiðra manna sem hata Bandaríkin einsaklega mikið.  Ein megin ástæða þess - trúarlegs eðlis. Trúin réttlæti gjörðirnar, þeir sem fórni sér fyrir baráttuna við heiðingjana verði píslarvottar sem komist umsvifalaust til paradísar.  Heiðingjarnir eru líka þjóðfélagslegar afætur sem hirði lítt um hag annarra landa. 

Svo er það hatrið gagnvart heimsvaldastefnu Bandaríkjanna sem fólgin er í eins konar lögregluvaldi. Ráðist er á hitt og þetta landið í því skyni að koma í veg fyrir harðstjóraglæpi og hættulegar stjórnmálastefnur. Alls kyns menningu er rústað í þessu skyni og fátækt eykst en um leið er komist í auðlindir og alls kyns gróði fer úr landi til Ameríku sem er eins og óseðjandi neyslubangsi. Á sama tíma er ekkert framleitt í Ameríku og ruslið þaðan fer aftur úr landi t.d.  til Afríku eða annarra landa þar sem efnahagur er ekki mikill.

Að Bandaríkin séu afæta gagnvart öðrum löndum þessa heims réttlætir samt ekki hryðjuverkaárásir. Hvort um sig er siðleysi ef eitthvað er.   


mbl.is Bandaríkin óttast nýjar hryðjuverkaárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskum forsetanum góðs bata

Góðir íslendingar. Það er nú svo að, hestaferðir, útreiðartúrar, geta verið hættulegir. Sérstaklega þegar farið er oft. Þá verður alltaf sú hætta fyrir hendi að falla af baki og meiða sig. Dæmin hafa margoft sýnt að slíkt er vel mögulegt, nú á okkar síðustu og ekki allra síst verstu tímum. Þess vegna væri jafnvel betra að fara sjaldnar og huga að öðrum áhugamálum, til að mynda golfi eða huga að skógrækt eins og Vigdís Finnbogadóttir okkar ástkæri fyrrum forseti hafði mikinn áhuga á á sínum tíma.

Að fara aftur af stað fljótlega í útreiðartúra, hestaferðir, býður heim þeirri hættu að falla aftur af baki og meiða sig aftur á vinstri öxl. Hér skal talað með fullri virðingu gagnvart því sem komið hefur uppá. Þess vegna væri ekki úr vegi að óska forsetanum góðs bata og velfarnaðar á komandi tíð. 

 

 


mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama?

 

Aumingja Richard Poncher að fá ekki að vera þarna lengur. Ekki hefur honum leiðst vistin við hliðina á goðsögninni.  Hann er þó allavega orðinn svolítið frægur fyrir það að vera færður frá henni en ekki til hennar eins og sumir eru kannski farnir að þrá núna.  Má ekki kalla það nokkurra daga frægð hjá Poncher. Nafnið fer út um allt netið og milljónir manna eða jafnvel milljarður sem er að fylgjast með á hverjum degi sjá það í einhverjum fjölmiðli. 

Ekki getur verið samt að ekkju hans hafi fundist það merkilegra en hvað annað að hafa manninn sinn við hliðina á goðsögninni miðað við að hún ætlar að færa hann, nema kannski að sjá sér far um að græða aðeins á tilfærslunni. Þið vitið hvað ég er að meina. Sem betur fer er ekki verið að grafa manninn upp heldur taka hann út úr hólfi, en samt það að græða á því að fara menn til hljómar hálf ósmekklega.  Hlýtur að vera önnur ástæða fyrir þessu raski með fullri virðingu fyrir fólkinu. 

Margur gefur allt fyrir  einhverja frægð. Sá sem kaupir grafreitinn á Ebay verður umsvifalaust frægur. Fréttirnar berast út um allan heim enn á ný, að þessi maður þarna hafi nú keypt reitinn. Svo man enginn það eftir nokkra daga.  Ró færist yfir þetta og hver nennir að spá í þessu. Hvað þá því  hver sé hinum megin við Marylin?  Það skiptir í sjálfu sér engu máli og það spáir enginn í því sem mætir á staðinn. Þetta rennur saman í eitt. Fjöldinn allur af nöfnum á einum stað og einhvern daginn man enginn lengur hver Marylin Monroe í rauninni var. 


mbl.is Lagst til hvílu hjá Marilyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband