Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Ég er neysluvara og er til í hillu :)

Við búum í neyslusamfélagi. Þegar við tölum um neyslu þá dettur mér helst í hug eitthvað matarkyns. Neyslan í dag sem slík er samt miklu stærra fyrirbrigði og inniheldur allt það sem við kaupum og notum frá degi til dags þannig að við getum verið ánægð og liðið vel.  Efnislegir hlutir eru þeir hlutir sem hugsum helst um í þessum efnum. En nei við erum óseðjandi að mörgu leiti. 

Við erum stöðugt að kaupa og henda.  Eftir að kreditkortin komu þá hefur margur misst skynbragð á það hversu mikið hann í rauninni á. Það er ekki neitt talið lengur með höndunum, heldur er plastkort rétt fram og við getum fengið það sem við erum að biðja um. Þetta ferli er hægt að endurtaka á hverjum einasta degi árið um kring.  

Síðan þegar við höfum nýtt hlutinn sem við keyptum til hins ýtrasta þá er honum hent og annað fengið í staðinn. Á hverjum einasta degi er verið að henda alveg gríðarlega miklu magni af sorpi. Sem betur fer er sumt sett í endurvinnslu þannig að hægt sé að nýta þá aftur. 

Svo er annað sem kemur einnig til kasta neyslunnar. Það er skemmtiefni og öll sú afþreying sem hægt er að sækja í.  Vont er að vera tónlistarmaður sem lendir í því að gefa út tónlist sem síðan gengur manna á milli ókeypis í tölvutæku formi. Það er einnig vont að vera tónlistarmaður sem nær vinsældum í einhvern ákveðinn tíma en lendir síðan í því að áhugi fólks breytist eftir mánuði eða ár og enginn kveðst muna eftir honum lengur.  

Sem uppistandari get ég verið allt eins einsog einhvers konar neysluvara. Fólk kemur og finnst atriðið fyndið og vill meira. Áhuginn vex og allt er gaman uns áhuginn dvínar aftur og uppistandið á ekki lengur uppá pallborðið hjá fólki vegna þess að það er orðið leitt á manni. 

Tökum sem dæmi Gillz.  Hann á sinn tíma núna í skemmtanaheiminum sem ég er nokkuð viss um að hann vill fá sem mest út úr. Eftir einhverja mánuði eða ár kaupir hann e.t.v. enginn, hvað veit ég. En allt sem svona menn gera er handa neysluheimi sem er óseðjandi og biður stöðugt um eitthvað nýtt til þess að seðja þörf sína fyrir gleði og notalegheit, í heimi sem býður uppá endalausa möguleika til þess að gera eitthvað skemmtilegt. 

Ég hvorki þekki né skil Gillz persónulega, né heldur marga aðra sem sjást í sjónvarpinu. Svo held ég að sé um flesta aðra. Þarna er skemmtiefni sem verður um leið ansi hlutlægt. Áhrif þess alls verður samt svo að við skynjum heiminn eins og hann er sem neysluheim án þess að kannski beinlínis að spá í því. Við spáum í hlutunum miðað við hversu mikið við getum fengið út úr hlutunum. Við spáum í öðru fólki út frá því hversu mikið við getum fengið frá því eða út úr því.  Annað fólk verður þannig hluti af þessum neysluheimi. Þannig verður ein manneskja allt eins einsog neysluvara í þessum stóra heimi, og um leið og  innihaldið samræmist ekki lengur eftirspurn, þá er vörunni ýtt til hliðar eins og hverjum öðrum hlut og annað tekið inn í staðinn sem virkar meira spennandi uns sá hlutur hefur einnig misst gildi sitt. Þannig geta mörg hjónabönd endað.

 Það er ekki algilt að fólk hugsi svona en kapphlaupið um góðgæti þessa heims hefur blindað fjölda fólks. Það er ekki öll hamingja fólgin í því að eignast hluti eða fá handa sjálfum sér; heldur einnig í því að kunna að slaka á og meta það sem maður raunverulega hefur og á. Grasið er ekki grænna hinum megin þó svo að það líti út fyrir það. Þú veist ekki hversu mikið þú hefur fyrr en þú hefur misst það. 


Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband