Færsluflokkur: Lífstíll

Þvílíkur fíflagangur!

Karlmaður sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni, vinnur og reynir að brosa í gegnum tárin er ekki spennandi.  Hvurslags atgervi er þetta eiginlega?   Mér finnst ekkert varið í svona lagað. Það er sem er spennandi er alvöru kynþokki.  Tökum sem dæmi Sean Connery. Alveg einstaklega sjarmerandi maður. Þvílíkt hvað sá maður er loðrandi í kynþokka. Stórglæsilegur alveg hreint. Hvers vegna ekki að velja hann fallegasta karl heims (ábyggilega búið að því margsinnis) í staðinn fyrir að vera með þennan fíflagang.

Eru ekki annars fegurstu karlmenn veraldar bara einhverjir asnar sem vinna á verkstæðum eða skurðgröfum einhversstaðar, sem síðan koma heim angandi af svitafýlu og skítugir uppyfir haus? Drullusokkar sem aldrei hafa lagt það á sig að læra neitt sérstakt en hafa komist áfram með frekju og yfirgangi, hnefa og leiðindum, rífandi kjaft alveg endalaust, reykjandi og spúandi ásamt tilheyrandi áfengisdrykkju. Mennirnir sem fjöldinn allur af kvenfólki vill þefa uppi og eiga til þess að bjarga  frá bulli og vitleysu, og geta það síðan ekki af því að þeir eru svo eigingjarnir, durtslegir og þverir en samt svo ofboðslega fallegir, burtséð frá öllu öðru. Með tímanum safna þeir síðan ístru og nenna ekki að hreyfa sig og alls ekki til að þrífa eitt né neitt. Þvílíkum árangri mun þessi ungi Bolivíumaður aldrei ná nema aðeins fyrir þær sakir að svoleiðis og þannig hrikalegur asni leynist í honum. En hann virkar bara ekki þannig. Hvernig í ósköpunum á íslenskt kvenfólk til dæmis að geta fallið fyrir svona manni? Sem grætur eftir fegurðarsamkeppni!


mbl.is Fallegasti maður í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hissa á því!

Það er ekkert undarlegt við það að kona Tigers fari frá honum.  Svona geta menn hlaupið út undan sér. Fyrst heyrði ég af Tiger þar sem hann hafði keyrt á einhvern ljósastaur. Síðan kom frétt um það sést hefði til hans hrjótandi á grasflötinni fyrir utan húsið sitt.  Síðan kemur framhjáhald í ljós eitt á eftir öðru. Hvar endar þetta svo?

Nú spyr ég.  Geta einhver lyf komið því svo fyrir hjá manni að úr verði eitthvert kynferðislegt ójafnvægi þannig að maður hætti að verða öðrum trúr?  Úr verði bara kynferðislegt æði og vitleysa? Aldrei heyrt um svona ójafnvægi fyrr.  Er þetta ekki bara einhver þvæla, bull, della?

Man eftir því að ég sá einu sinni mynd með John Travolta þar sem hann var staddur sem gestur í æðislega flottum kofa uppí fjöllum með arineldi og flottheitum auk þess sem þess ofboðslega fallega gella var að reyna við hann á fullu. Margur hefði fallið fyrir aðstæðum og sjarma en nei, vinur sér þetta bara ekki og fer öðru hvoru í símann til að reyna að ná sambandi við konuna sína.  Viðreynslan varð alveg rosalega mikil en nei dugði ekki til.  Travolta var bara æðislegur eins og hann var þarna. Fullkomlega trúr sinni eiginkonu.  Náttúrulega bara bíó en svona eiga menn að vera samt.  

Það er ekkert varið í Tiger Woods með allt þetta framhjáhald sitt. Flottur á golfvellinum en svona kynhegðun er alls ekki spennandi og allar konur ættu að láta sig hverfa frá svona manni, hvað svo sem hann heitir. Það er allavega mín skoðun. 

 


mbl.is Eiginkonan farin frá Tiger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frægur eða heimsfrægur

Það getur ekki verið spennandi að vera ofurfrægur eins og Tom Cruise eða Brangelina.  Gaman er að vera þekktur og virtur en að vera ofurfrægur og lagður svo að segja í einelti af blaðamönnum og ljósmyndurum hlýtur að vera gjörsamlega óþolandi.  Paparazzi-ljósmyndarar leggjast lágt til að ná lærleggjamyndum og innundir líka. Þess vegna er kannski skiljanlegt að sumir fái skapofsaköst yfir slíku.  Sem betur fer ekki öll frægð manna þannig.  Þessi leikarahjón eru nógu ófræg til þess að fá að vera í friði á kaffihúsum, en samt nógu fræg til þess að við fengum að vita af ófrægðinni að þau fengu að vera í friði fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum.  Vá maður. 

Til er eftirsóknarverð frægð eða það að vera þekktur og virtur fyrir eitthvað án þess að hafa ljósmyndara á eftir sér. Ágætt að vera frægur á þessum bás. Allir frægir Íslendingar eru hér nema kannski Björk sem er fyrir löngu orðin miklu frægari en allir aðrir Íslendingar. 

Svo er það heimsfrægðin sem er þess leg að það þekkja mann gjörsamlega allir í heiminum sem á annað borð kunna að lesa blöð eða horfa á sjónvarp. Það getur ekki verið spennandi að fá hvergi að vera í friði, þurfa stanslaust að passa upp á gluggana, hvort sjáist inn, draga fyrir, passa sig síðan þegar farið er út, ef sést í bert hold einhversstaðar eða skvap þá er það strax komið í eitthvert æsifréttablað og milljónir manna að velta sér upp úr skvapfréttunum. 

Til er síðan hin óeftirsóknarverð frægð. Eins og William Hunk sem sló í gegn fyrir nokkrum árum fyrir lélegan söng eða allir leikararnir í Jackass þáttunum.  Eða hitt að verða skyndilega þekktur fyrir brask, sukk og svínarí, fals og svik.  Ekki spennandi frægð það. 

Það er líka fínt að vera ekkert frægur. Þá er hægt að vera alveg laus alla svona auka athygli sem fylgir því að vera frægur. Er ekki annars bara best að reyna aldrei við neina frægð og leita bara hamingjunnar þess í stað? 


mbl.is Hélt að hún væri rosalega fræg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lindsay Lohan kvænist annarri konu

Í íslensku máli þá er það svo að konur kvænast aldrei, þær giftast. Þar sem um lesbískt hjónaband er að ræða þá er Lohan í rauninni að kvænast, hún er að ganga í hjónaband með annarri konu sem verður væntanlega í Kalíforníu. Það eru bara tvö ríki í U. S. sem leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Massachusettes leyfði þau 2004 og nú Kalífornía um miðjan þennan mánuð. Hvað gerist í þessum málum hjá Lohan verður spennandi að sjá. Svona eins og í dæmigerðri sápuóperu!   
mbl.is Lohan vill kvænast Samönthu Ronson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegt viðtal við David Schirmer

Hefur þú lesið bók sem heitir The Secret?  Þessi bók hefur  vakið heimsathygli og verið  þýdd á ótal tungumál. Á íslensku heitir hún Leyndarmálið. Samhliða þessari bók hefur verið gefinn út DVD diskur þar sem sama fólk og birtist í bókinni er að segja frá leyndarmáli sem hefur verið til í 2000 ár. 

Til þess að rifja í stuttu máli upp hugmyndina um þetta leyndarmál, þá snýst það um það að þú getir fengið allt það sem þig langar í. Það eina sem þú þarft að gera er að óska þér, trúa því að þér hafi hlotnast það og þvælast svo ekki fyrir alheimskraftinum meðan hann er að framkvæma óskina. Þannig getur þú óskað þér hvers sem er, spurningin er einungis hvað það er sem þú vilt að þér hlotnist. Ást, hamingja, betra hjónaband, peningar, hús eða frægð. Þú ert þannig það sem þú hugsar og dregur að þér hluti samkvæmt þínum eigin hugsanagangi. Alheimurinn gerir engan greinarmun á neikvæðum eða jákvæðum hugsunum. Þú færð það sem þú biður um, hvort sem þú hefur vitund um það eður ei. Þess vegna er best að vera jákvæður og draga að sér eitthvað gott! Eða svo segir þessi speki. Ok, dók. 

Þá er það vandræðagangur sumra sem tengjast Leyndarmálinu. Einn af þeim sem sjást á DVD disknum og birtist einnig í bókinni er David Schirmer. Þessi maður er þekktur fjárfestir í Ástralíu og milljónamæringur. Hann á stórt hús, tennisvöll, sundlaug, og fallegan garð svo eitthvað sé nefnt. 

Það sem skeði á síðasta ári í lífi þessa manns er að hann tók að fjárfesta fyrir fólk fyrir tugi þúsunda og jafnvel allt að 100.000 dollara. Öllu þessu fólki lofaði hann hagnaði en síðan gerðist ekki neitt og það veit enginn hvað varð um alla peningana. Í íslenskum krónum þá erum við að tala um fleiri milljónir íslenskra króna.  Þá skuldar hann einnig starfsfólki sínu laun.  

Sjónvarpsviðtal sem tekið var við Schirmer á síðasta ári í tengslum við þessi fjármál  er hið vandræðalegasta sem hægt er að finna á YouTube svo víða væri leitað. Undir lok þessa viðtals lofar Schirmer því að borga fólkinu til baka þann pening sem hann skuldar því, en heilu ári eftir þetta viðtal, hefur ekkert bólað á endurgreiðslum og hann neitar öllum viðtölum. 

 

 

Það er eins og það vanti alla hugmynd um kærleika gagnvart náunganum í leyndarmálið. Allavega virðist það vera svo hjá David Schirmer. 


Hinn mikli sjónvarpsprédikari og gróðafíkill

Sumarið 1995 kom sjónvarpsprédikarinn Benny Hinn til Íslands og stóð fyrir samkomum í Laugardalshöllinni. Fjölmargir lögðu þá leið sína í höllina og var hún strax á fyrstu samkomu smekkfull af fólki.  Benny Hinn hafði þá til þess dags og gerir enn, staðið fyrir lækningaherferðum þar sem margur hefur talið sig hafa fengið bót meina sinna, og mætt upp á svið til Hinn grátandi eða í ofboðslegri gleði. Á meðan fullt af fólki mætti í höllina til að sjá þennan athyglisverða prédikara,  þá fóru ýmsir aðrir beinustu leið og skrifuðu viðvörunarbréf í Morgunblaðið þess efnis að Hinn væri maður sem fólk ætti ekki að fara og sjá. Þarna væri kominn hinn mesti svindlari og miklu verra en það. 

Nú er Benny Hinn víst enn að störfum og það er hægt að fylgjast með honum á sjónvarpsstöðinni Omega á hverjum einasta degi. Og það er ekki bara Omega sem hefur Hinn á dagskrá hjá sér heldur ná sýningar frá samkomum hans til tæplega 200 landa og fleiri þúsundir manna sækja samkomur hans ár hvert. Fæstir vita hins vegar um það hversu mikil velta er í kringum þessa starfsemi. 

Samkvæmt bandarískum skattalögum þá þarf Hinn ekki að veita upplýsingar um bókhaldið hjá sér og sínu fyrirtæki þar sem fyrirtæki hans kallast trúarleg stofnun.  Þrátt fyrir það hafa lekið út ýmsar upplýsingar um eignir og eiginfjárstöðu Hinn og hversu miklu honum hefur tekist að eyða og þá meðal annars á dýrum hótelum. Þá erum við að tala um flottan lífsstíl. 

Benny Hinn er ekki fátækur maður. Hann á tveggja hæða einbýlishús við Kyrrhafið,  með 7 svefnherbergjum og 8 baðherbergjum, risastóran garð og sundlaug (svo eitthvað sé nefnt) sem metið er á 700 milljónir króna.  Hann ferðast um á einkaþotu sem kostar 8 milljónir íslenskar í rekstri á mánuði. Með henni fer Hinn í fjölda trúboðsferða á hverju ári, en hann lætur sér þá ekki duga að gista á ódýrum hótelum. Hann er þekktur fyrir að gista í konunglegum lúxussvítum þar sem ein nótt kostar allt að hálfa milljón eða meira.  Árið 2003 gisti hann t. d.  í stærsta hótelrými Evrópu sem staðsett er í Mílanó. Það er m. a. með arineldi, tyrknesku gufubaði, sánu og sundlaug. Nóttin þar kostar 10.800 dollara sem gerir svo lítið sem tæpar 800.000 krónur nóttin. 

Benny Hinn velur sér ekki ódýr föt til þess að fara í. Hann er þekktur fyrir að fara reglulega í dýrar fataverslanir í Beverly Hills svo sem Versace, Louis Vuitton og Bijan.  

Talið er að Benny Hinn Industries velti 100 til 150 milljónum dollara á hverju ári. Miðað við núverandi gengi þá gerir það árlega 7 til 10 milljarða íslenskra króna. Í hvað allur þessi peningur fer vita fæstir; það má ekki gefa það upp og Hinn neitar að mæta í viðtöl við sjónvarpsstöðvar.

Á sama tíma og Hinn ferðast um heiminn og eyðir stórfé á dýrum hótelherbergjum þá verður það enn undarlega sem hann segir við fólk á samkomum.  Hér koma nokkur dæmi:

Hinn spáði því fyrir 10 árum eða svo að mikil kreppa og erfiðleikar myndu eiga sér stað árið 2000. Aðeins þeir sem gæfu í ríki Guðs myndu lifa góðu lífi. Strax eftir þau orð voru tekin samskot...

Hinn hefur spáð því að Jesús komi til með að birtast líkamlega á sviðinu hjá sér á einhverri samkomunni. Reyndar hefur hann einnig spáð því að Jesús muni birtast líkamlega í ríkjum múslima.  

Hinn stóð ekki alls fyrir löngu á sviði fyrir framan fleiri þúsundir manna og lagði bölvun á alla þá sem myndu voga sér að segja nokkuð ljótt um starfsemi sína.

Svo að endingu hefur mönnum einhvern veginn tekist að finna kvittun sem hljóðar upp á 20 dollara frá Benny Hinn til heimilislausrar konu með eitt barn!

 


Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband