Hvernig hægt er að vera laus við meðvirkni

Ég las einu sinni bók sem heitir Aldrei aftur meðvirkni. Einhver Melodie Beatty skrifaði þessa bók. Ágætis bók fyrir fólk sem vill finna sjálft sig og finnst það vera meðvirkt nema hvað mér fannst skilgreiningin verða alltof víð hjá höfundinum. Ég meina ég las þarna einhvern langan kafla með endalausri upptalningu á meðvirkni. Eru ekki bara allir meira eða minna meðvirkir fór ég að hugsa, en svo kemst maður að öðru þegar skoðun myndast á viðfangsefninu. 

Svo ég dýfi mér beint í viðfangsefnið og eins og ég sé það þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu sem mér finnst gott að spyrja sjálfan mig að öðru hvoru og velta mér uppúr fram og tilbaka. Þetta er í mínum huga miklu fremur sígild spurning heldur en persónuleg:

Hver er sú manneskja sem mig langar til að vera eða verða? 

Ef ég er meðvirk manneskja þá spyr ég ekki að svoleiðis nokk. Í rauninni þá þarf maður ekki að vera neitt mikið meðvirkur til þess að eiga ekki þessa spurningu. Sem er vegna þess að það er auðveldlega hægt að týna því hvað manni finnst gott og líður vel með. Það er hægt að týna því niður hvað manni langar til að gera, og jafn einfaldri spurningu sem - hver vil ég vera? 

Sá sem er voðalega upptekinn af öðru fólki hvort heldur til þess að stjórna því eða þjóna því, velta sér uppúr því, eða lifa fyrir það allsendis getur auðveldlega glatað ákveðnum tilfinningum gagnvart sjálfum sér.   Það er heldur ekki svo auðvelt að elska sjálfan sig ef maður veit lítið um það hvernig eigi að fara að því að elska sjálfan sig. Með hvaða hætti skuli það gert? Með hvaða hætti getur manni liðið vel? Og þá með hvað? Hvað er gott, notalegt, þægilegt, skapar vellíðan, vekur nautn? Það þarf ekki að vera það sama hjá hverjum og einum. Svo er að sjá það fyrir sér. Mynda sér skoðun á því og setja það til hliðar sem passar ekki inní myndina. 

Best finnst mér að sleppa tökum og hafa einskonar - mér er alveg sama viðhorf. Í því felst að vera ekki alltof góður og elskulegur. Að vera tilbúinn til þess að segja nei við hinu og þessu, neita verkefnum, neita því að taka þátt í einhverju, hafna tilboðum, segja nei við sölumenn, neita að umgangast leiðinlegt fólk og fara bara, neita því að hitta sumt fólk eða vilja ekki mæta hér eða þar og vera alveg sama um hvað öðrum finnst eða fannst um það. Ennfremur að neita að leysa verkefni sem öðrum er ætlað að leysa, sem aðrir geta vel leyst og þurfa ekki neina hjálp við (fara jafnvel bara). 

Það væri hægt að halda áfram endalaust að telja upp alls konar tegundir af neitunum við hinu og þessu. En meðvirkt fólk á það til að kunna lítt á slíkt. Sumt fólk segir já við öllu mögulegu og verður síðan reitt við sjálft sig útaf því í tíma og ótíma. Það verður líka sumt of gott og fer að leysa alls kyns viðfangsefni sem það þarf ekkert að leysa.

Þetta viðhorf hentar mér: Ég sagði nei áðan og mér er alveg sama um það hvað manneskjunni fannst um það. Mér líður betur með það sem ég hef nú þegar og þarf ekki þetta tilboð, vil ekki þessa framkomu, þetta vafstur þarna, eða þetta vesen.  Meðvirkur lætur hins vegar allt mögulegt yfir sig ganga. 

Þetta viðhorf hentar mér einnig: Ég gerði það vegna þess að mig langaði til þess. Af því að mér líður betur með það. Þar gildir minn smekkur eins og t.d. að ég vel að vera skegglaus þrátt fyrir að einhverjum finnist að það fari mér betur að hafa skegg.  Meðvirkur er stöðugt að eltast við álit annarra en hefur ekki mikið velt fyrir sér hvað honum langar sjálfan til. 

Svo að lokum kemur aftur sama spurningin og áður. Hver er sú manneskja sem þig langar til að vera eða verða?  Ég vil lifa lífinu svona og með þessum hætti en ekki samkvæmt hugmyndum annarra, smekk eða tísku. Ég er sú manneskja sem mig langar til að vera. Hvað með þig? 

  Að lokum: Meðvirkni er að vita ekki hvað manni sjálfum líður vel með og kunna ekki að setja sjálfum sér eða öðrum mörk. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29603

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband