Fiskur og brauð

Segjum sem svo að þú fengir þær athyglisverðu fréttir að niðrí bæ, nánar tiltekið á Arnarhóli, væri staddur maður nokkur, skeggjaður og skemmtilegur, annálaður fyrir mikla útgeislun, við þá iðju að gefa fullt af fólki brauð að borða og fiska að eta. Hvað myndir þú þá hugsa?

Nú 1. apríl var á föstudaginn þannig að ekki gæti það verið aprílgabb. Miklu fremur gæti þetta verið satt, sérstaklega vegna þess að sést hefði til mannsins áður. Hann hefði reyndar lítið sést í kirkjum en hins vegar miklu oftar meðal útigangsmanna þar sem hann hefði iðulega komið með mat til þeirra. Hann hefði einnig sést á vappi fyrir utan mæðrastyrksnefnd og meðal fatlaðra en á meðal þeirra hefði hann læknað einn eða tvo, en um leið sagt að Guð væri góður og hann elskaði alla menn. 

Upphaflega meðan Jesús var við þessa iðju og fullt af fólki kom til hans, þá gerði hann ekki greinarmun á fólki. Það fengu allir eitthvað hjá honum og það var meira að segja afgangur.  Hann gaf og gaf og gaf. Svo dó hann. 

En hann skyldi ekki eftir sig neinn peningalegan arf. Engin auðæfi sem mæld voru í gulli eða silfri. Maðurinn var í rauninni bláfátækur; hann átti ekki neitt sem einhver á enn þann dag í dag. Sumir vilja meina að kaleikur nokkur sem notaður var við síðustu kvöldmáltíðina hafi verið varðveittur í gegnum tíðina og ýmsir átt hann. Það eru hins vegar bara getgátur eða óskhyggja, annaðhvort. 

 Jesús átti sandala, föt til skiptanna, staf e.t.v. og nokkra góða vini sem fylgdu honum gangandi út um allt.   Hann var svona eins og Sókrates áður. Gangandi um fram og til baka, segjandi hitt og þetta og hvorugur skrifaði einn einasta stafkrók í bók. 

Sumir hlutir eru dýrmætari en gull og silfur. Einhvern veginn samt á allt tal um raunverulega hamingju og hvernig eigi að njóta lífsins orðið að einhvers konar klisjum. Jafnvel margt af því sem Jesús sagði er orðið að klisjum vegna þess að það er búið að tönglast svo mikið á því að það er hætt að eiga einhverja merkingu lengur.  Miðað við allar sjálfshjálparbækurnar þá er eins og það beri í bakkafullan lækinn að tala um það.  En samt það er samt eitt...

Þegar Jesús er að útdeila fiskunum og brauðunum þá er hann bæði gefandi og skapandi. Hann er að búa til augnablik. Augnablik sem er ennþá til.  Mannstu eftir öllum augnablikunum þar sem þú gafst eitthvað af þér og varst skapandi. Öll augnablikin sem þú hugsar um með gleði enn þann dag í dag. Slíka hluti á maður alla ævi. Við köllum það góðar minningar.   

Góðar minningar eru miklu dýrmætari en gull og silfur. 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband