Bucket list

Hefur þú búið til Bucket list þ.e. lista yfir allt mögulegt sem þig mynd langa til þess að gera í lífinu? Það eru til síður á netinu sem aðstoða mann við að setja slíkt upp, með myndum og öllu. Mér nægir allt eins að skrifa niður á blað.  Minn lá yfir þessu á nýársnótt og úr urðu ýmsar hugmyndir. 

 Manstu eftir mynd sem gerð var fyrir nokkrum árum sem fjallar um tvo eldri menn sem vita að þeir eiga stutt eftir og ákveða að búa til Bucket list. Svo fara þeir út um allt, í fallhlífarstökk, safarí, kappakstur,  ferðalög, einsog til Indlands, og allskonar eitthvað... Ég horfði á þessa mynd aftur í kvöld og hún er bæði falleg og þægileg mynd, e.t.v. þriggja klúta fyrir suma. 

220px-Bucket_list_poster

Það hefur annars komið mér virkilega á óvart hversu möguleikarnir geta verið miklir í lífinu. Maður á það til að hreinlega gleyma því. Það er hreint út sagt óteljandi hvað hægt er að gera.  Á móti kemur hversu frjáls maður er og hvað fjárhagurinn í rauninni. Þessir tveir hérna til hliðar hafa úr nægum peningum að spila, þannig að það er í sjálfu sér ekki mikið að marka þá. Þarf samt svona áhugalisti endilega að kalla á mikla peninga? 

 Það er ekki fyrir alla að fara í fallhlífarstökk og svo er það svolítið dýrt sport.  En allavega minn listi er svona:  

 Læra Bachata - mjög skemmtilegur dans sem er að ryðja sér til rúms núna í bænum.   

Klífa Esjuna. Sem ég minntist á hérna að ofan. Mikið svakalega er spenntur fyrir útsýninu þarna uppi. Sjáumst á toppnum.  
 
Prufa sjósund. Ég hef reyndar verið varaður við þessu sporti...
 
Taka þátt í Jónsmessuhlaupi, og hinu og þessu hlaupinu yfir árið. Talandi annars um Jónsmessunótt, ég hef aldrei prufað að velta mér uppúr dögginni. Hefur þú prufað það?
 
 
Síðan, að fara í spinning - nokkuð sem ég hef aldrei prufað að gera.
 
 Fara í riverrafting - hlýtur að vera spennandi, sigla með Norrænu, skoða Noreg, fara í finnskt sauna, fara á sjóskíði, skoða París, Róm, píramídana í Egyptalandi.... það er endalaust hægt að upplifa á ferðalögum. 
 
Annað væri allt eins hægt að hafa á svona lista, sem er að endurnýja samskipti við einhvern sem maður hefur ekki séð lengi, gera sér far um að reisa við það sem áður virkaði brotið, eða biðjast afsökunar þótt seint sé. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. 
 
Njótum lífsins meðan við höfum það :)  
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband