Nokkrar athugasemdir

Það sem mig langar til þess að segja um þetta atvik er í formi nokkurra athugasemda, og það eru vissir hlutir sem mig langar til þess að ræða nánar. Eftirfarandi pistill er byggður á málefnalegum röksemdarfærslum þar sem rök eru færð fyrir því að nefnd handtökuaðferð sé fjarri því að vera nógu góð og að það hljóti að vera hægt að gera betur en þetta.  

Til að byrja með þá er það ekki réttlætanlegt að veist sé að lögreglu, í þessu tilfelli þá er það í formi hráka og mjög líklega fylgja einhver ljót orð með. Okkur vantar orðasennur inn í myndina, hvað það var sem sagt var við mennina í bílnum. Hvað sögðu þeir við hana?  Var verið að segja eitthvað við hana sem æsti hana síðan upp í það að hrækja.  Hvað veit ég.  

Dyr bílstjóramegin á lögreglubílnum opnast og hún notuð til þess að stjaka við konunni. Nú spyr ég að því hvort það sé virkilega heppilegt að nota bílhurð til þess að stjaka við fólki? Hefði ekki einhver önnur aðferð verið heppilegri? Hvað um það, þarna vantar eins og áður segir - samtalið!  Burtséð frá því þá er handtakan sjálf illverjanleg. Hún hefur verið varin af mönnum sem segjast þekkja til, en samt þá eru þarna ákveðnar spurningar og vangaveltur sem ekki er hægt að líta framhjá svo auðveldlega.  

Þarna er  staðsettur gulur bekkur sem konan lendir á meðan verið er að handtaka hana. Hvað ef það hefði verið eitthvað annað þarna?  Þegar menn eru að beita viðurkenndum handtökuaðferðum, er þá ekki tekið með í reikninginn að aðstæður kunni að vera breytilegar og að brotaþoli kunni að lenda á einhverju eða utaní eitthvað á meðan á handtöku stendur?   Nú er nefndur bekkur ekkert lítill og það fer ekki framhjá vakandi lögreglumanni að hann er þarna. Það er ekki hægt að segja að þessi hlutur hafi því miður óvart verið þarna fyrir.  Þar með væri hægt að segja að því miður þá var barnavagn þarna, stólpi, girðing, tré hvað sem er...  Við skellum fólki bara á hvað sem fyrir verður verður þá svarið og á sama tíma fara menn að tala um einhverja viðurkennda handtökuaðferð. 

Er það viðurkennd handtökuaðferð að draga fólk eftir götunni? Nú langar mig bara til þess að fá að vita meira um slíkar aðferðir. Konunni er sveiflað yfir bekkinn og niður á jörðina þaðan sem hún dreginn smáspöl. Var nauðsynlegt að draga hana svona? Ég meina að um leið og konan er komin niður á jörðina þá hefði verið hægt að handtaka hana þar ekki satt.

Með nefndri handtökuaðferð, ef þetta atvik er viðurkennt svo af lögreglu, þá er manneskjan á einu augnabliki svipt þeim rétti sínum að vera ekki kastað utan í eitthvað, eða dregin eftir jörðinni. Málefnalega séð þá er alveg ómögulegt að vera sammála slíkum aðferðum og alveg ótrúlegt að svoleiðis sé almennt viðurkennt. Það er alltaf hægt að gera betur,  er það ekki? 

 

 


mbl.is Beitti viðurkenndri handtökuaðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband