Össur vs Gísli Marteinn

 Össur Skarphéðinsson hefur skrifað pistill á bloggsíðu sinni sem hefur beinst gegn Gísla Marteini Baldurssyni borgarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks.

 Það þarf alls ekki að vera að ferill Gísla Marteins sé búinn að vera, þó svo að ein skoðanakönnun sé honum ekki í vil.  Og það að Össur hafi skrifað þennan pistil sem er svo mjög gegn Gísla þá gætu einmitt þau skrif orðið til þess að Gísli hugsanlega græði á þeim fremur en tapi.  Það er víst oft svo að þegar ráðist er á menn með slíkum hætti sem Össur gerir, þá geti það einmitt orðið til þess að fólk sumt hvert snúist á sveif með Gísla Marteini sem fórnarlambi rætinna árása.  Hann njóti þá samúðar   fyrir það að fá á sig slíkar árásir, menn þyrpi sig nær honum til að styðja hann og um leið styrki hann stöðu sína  frekar en annað.  Eða með öðrum orðum þá tapi Gísli Marteinn engu á þessum skrifum Össurar, heldur síður en svo og þurfi jafnvel ekki að svara honum þess heldur.   

Stjórnmálamaður verður að gæta þess að hann hefur ákveðna ímynd til þess að uppfylla, ímynd trausts og virðuleika meðal annars. Áðurnefnd bloggfærsla eykur ekki á það, heldur síður en svo. Svo er annað yfirhöfuð að þegar fólk er að skrifa blogg að það passi sig á því að hugsa ekki upphátt og láta allt flakka sem því dettur í hug. Við tölvuborðið seint að kvöldi virkar allt e.t.v. afskaplega fyndið og skemmtilegt fyrir þann sem er að pikka inn færsluna sína, fjölmargt er látið vaða við kertaljós, en daginn eftir er pikkið komið á víð og dreif í hugum annarra og með allt aðra merkingu en höfundur hafði hugsað sér í upphafi.  Aðgát skal höfð í návist sálar vinir mínir.

 


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 29591

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband