Hefði ekki átt að segja upp!

 

Lára Ómarsdóttir hefði ekki átt að segja upp og fréttastjóri Stöðvar 2 hefði átt að verja hana.

Lára var ekki að flytja fréttir þegar hún sagði "það sem hún átti ekki að segja". Hún vissi ekki af því að orð hennar myndu berast hlustendum. Hún er fréttamaður staddur á vettvangi og þegar kveikt er á útsendingu, þá verður fréttamaðurinn að standa sína plikt og útskýra hvað sé að gerast á vettvangi sem þessum. Lára var ekki að fjalla um neitt við hlustendur á þessu augnabliki. 

Ef Lára hefði látið sér detta það í hug að biðja einhvern að kasta eggi á þeim tíma sem hún var við raunverulegan fréttaflutning, þá mætti segja að uppsögn hennar væri réttmæt þar sem að augljóst væri að hana skorti dómgreind og trúverðugleiki hennar, auk fréttastofu biði skaða af. 

En Lára var ekki við fréttaflutning á þessu augnabliki. Rödd hennar heyrðist bara í viðtækjunum án þess að hún vildi það sjálf. Þarna er því um slys að ræða. 

Lára gerði sér heldur aldrei far um að finna neinn til þess að kasta eggjum. Ef hún hefði gert það þá hefði uppsögn hennar verið réttmæt.

Ef fréttamaður er að segja eitthvað í gríni fyrir utan tökur, þá má vel segja að það komi almenningi ekkert við.

Fréttastjóri stöðvarinnar hefði ekki átt að taka við uppsögn Láru af þeim forsendum að Lára hafi ekki vitað að hún væri í upptöku og því hafi um klaufaskap verið að ræða, fremur en annað. 

Raunverulegan ásetning vantar í þennan atburð. 

Láru Ómarsdóttur aftur á skjáinn takk.  

 

 

 

 


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 29595

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband