Hinn mikli sjónvarpsprédikari og gróðafíkill

Sumarið 1995 kom sjónvarpsprédikarinn Benny Hinn til Íslands og stóð fyrir samkomum í Laugardalshöllinni. Fjölmargir lögðu þá leið sína í höllina og var hún strax á fyrstu samkomu smekkfull af fólki.  Benny Hinn hafði þá til þess dags og gerir enn, staðið fyrir lækningaherferðum þar sem margur hefur talið sig hafa fengið bót meina sinna, og mætt upp á svið til Hinn grátandi eða í ofboðslegri gleði. Á meðan fullt af fólki mætti í höllina til að sjá þennan athyglisverða prédikara,  þá fóru ýmsir aðrir beinustu leið og skrifuðu viðvörunarbréf í Morgunblaðið þess efnis að Hinn væri maður sem fólk ætti ekki að fara og sjá. Þarna væri kominn hinn mesti svindlari og miklu verra en það. 

Nú er Benny Hinn víst enn að störfum og það er hægt að fylgjast með honum á sjónvarpsstöðinni Omega á hverjum einasta degi. Og það er ekki bara Omega sem hefur Hinn á dagskrá hjá sér heldur ná sýningar frá samkomum hans til tæplega 200 landa og fleiri þúsundir manna sækja samkomur hans ár hvert. Fæstir vita hins vegar um það hversu mikil velta er í kringum þessa starfsemi. 

Samkvæmt bandarískum skattalögum þá þarf Hinn ekki að veita upplýsingar um bókhaldið hjá sér og sínu fyrirtæki þar sem fyrirtæki hans kallast trúarleg stofnun.  Þrátt fyrir það hafa lekið út ýmsar upplýsingar um eignir og eiginfjárstöðu Hinn og hversu miklu honum hefur tekist að eyða og þá meðal annars á dýrum hótelum. Þá erum við að tala um flottan lífsstíl. 

Benny Hinn er ekki fátækur maður. Hann á tveggja hæða einbýlishús við Kyrrhafið,  með 7 svefnherbergjum og 8 baðherbergjum, risastóran garð og sundlaug (svo eitthvað sé nefnt) sem metið er á 700 milljónir króna.  Hann ferðast um á einkaþotu sem kostar 8 milljónir íslenskar í rekstri á mánuði. Með henni fer Hinn í fjölda trúboðsferða á hverju ári, en hann lætur sér þá ekki duga að gista á ódýrum hótelum. Hann er þekktur fyrir að gista í konunglegum lúxussvítum þar sem ein nótt kostar allt að hálfa milljón eða meira.  Árið 2003 gisti hann t. d.  í stærsta hótelrými Evrópu sem staðsett er í Mílanó. Það er m. a. með arineldi, tyrknesku gufubaði, sánu og sundlaug. Nóttin þar kostar 10.800 dollara sem gerir svo lítið sem tæpar 800.000 krónur nóttin. 

Benny Hinn velur sér ekki ódýr föt til þess að fara í. Hann er þekktur fyrir að fara reglulega í dýrar fataverslanir í Beverly Hills svo sem Versace, Louis Vuitton og Bijan.  

Talið er að Benny Hinn Industries velti 100 til 150 milljónum dollara á hverju ári. Miðað við núverandi gengi þá gerir það árlega 7 til 10 milljarða íslenskra króna. Í hvað allur þessi peningur fer vita fæstir; það má ekki gefa það upp og Hinn neitar að mæta í viðtöl við sjónvarpsstöðvar.

Á sama tíma og Hinn ferðast um heiminn og eyðir stórfé á dýrum hótelherbergjum þá verður það enn undarlega sem hann segir við fólk á samkomum.  Hér koma nokkur dæmi:

Hinn spáði því fyrir 10 árum eða svo að mikil kreppa og erfiðleikar myndu eiga sér stað árið 2000. Aðeins þeir sem gæfu í ríki Guðs myndu lifa góðu lífi. Strax eftir þau orð voru tekin samskot...

Hinn hefur spáð því að Jesús komi til með að birtast líkamlega á sviðinu hjá sér á einhverri samkomunni. Reyndar hefur hann einnig spáð því að Jesús muni birtast líkamlega í ríkjum múslima.  

Hinn stóð ekki alls fyrir löngu á sviði fyrir framan fleiri þúsundir manna og lagði bölvun á alla þá sem myndu voga sér að segja nokkuð ljótt um starfsemi sína.

Svo að endingu hefur mönnum einhvern veginn tekist að finna kvittun sem hljóðar upp á 20 dollara frá Benny Hinn til heimilislausrar konu með eitt barn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband