Hefur þú áhyggjur af þessu?

Það er í sjálfu sér alveg ástæða til þess að vera á varðbergi gagnvart því að upp gæti komið einhvers konar spænsk veiki sem orsakað gæti mörg dauðsföll.  Ekki má þá gleyma nokkrum staðreyndum í tengslum við svona fréttir utan úr heimi. 

 Það eru alltaf einhverjar umgangspestir að koma upp öðru hvoru sem orsaka einhver dauðsföll. Mannkynið er jú 6 milljarðar eða kannski meira frá því ég taldi síðast. 100 manns sem deyja í Mexíkó er því ekki mikið á heimsvísu.  Á sama tíma er einhver fjöldi að deyja úr berklum, ebóla getur enn verið að drepa einhverja í Afríku, svarti dauði er ennþá til einhvers staðar á Indlandi, fuglaflensu verður vart virðist manni öðru hvoru og þá deyr einhver úr því. Mjög margir deyja síðan úr krabbameini á hverju ári.   Svo er eyðnin orðin þess leg að mannkynið hefur misst öll tök gagnvart henni. Menn héldu fyrst að úr henni gæti orðið faraldur þar sem hægt væri að smitast með handabandi. 

Ef þessi tala fólks sem smitast og deyr í Mexíkó færi ört vaxandi frá degi til dags, þá væri því mun meiri ástæða til þess að hafa af því áhyggjur.  En svo veit maður ekkert hvort allir þeir sem hafa verið að deyja þarna úti hafi í raun dáið úr svínaflensu. Sumir gætu hafa dáið úr einhverju öðru. Það eru til fleiri pestir, veikbyggt fólk, fátækt, léleg læknisþjónusta, vitlaus greining, röng meðferð á sjúklingum, eða bara engin læknisþjónusta og ekkert á því hvað skuli gera við veika manninn. 

Svo er eins og áður sagði, fólk alltaf að deyja úr einhverju.  Allir menn deyja að lokum, hjá því verður ekki komist.  Um að gera bara að njóta lífsins meðan maður hefur það.  


mbl.is Færri dauðsföll en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér. Mér sýnist á öllu að hér hafi viðbrögð heimsins verið langt umfram þörf. Þessi flensa er líklega vægari þegar allt kemur til alls en venjulegur flensufaraldur sem kæmi úr austri eins og þeir gera oftast. Óljóst er þó hvers vegna þessi sárafáu dauðsföll eru nánast alveg bundin við Mexíkó.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 29594

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband