Hugleiðing um facebook.

Það má vel segja að facebook sé ein skemmtilegasta bóla sem komið hafi upp á undanförnum árum.  Fyrir tilstilli þessa samskiptavefs hefur fjöldi fólks endurnýjað kynni sín við gamla vini eða myndað tengsl við áður ókunnugt en áhugavert fólk.  Fyrir vikið hefur vefurinn orðið ávanabindandi. Mörgum finnst þetta það skemmtilegt að þeir dvelja þarna öllum stundum við allt mögulegt. Að finna gamla vini, skólafélaga, starfsfélaga, eða að segja frá sér og sínum. Ef ekkert er um að vera þá er hægt að finna sér einhverja skemmtilega leiki til þess að fara í.

Vefurinn dregur upp mynd af þeim sem notar hann. Passamynd er í horninu eða af börnunum, allt eftir smekk. Áhugamál, trúar og stjórnmálaskoðanir eru e.t.v. rétt fyrir neðan ásamt hjúskaparstöðu.  Það sem ergir þó margan er að allar þær upplýsingar sem lagðar eru fram í sakleysi gagnvart vinum geti tvístrast og lent á vefsvæði annarra, annars staðar í heiminum, í einhvers konar upplýsingasafni.

Það er nú samt svo að þegar milljónir manna nota þetta vefsvæði á hverjum degi með milljóna uppfærslum og sögum um hvað var gert í gær eða á að gera á morgun, þá virðist sem upplýsingarnar séu það miklar að það sé happadrætti þegar og ef einhver lendir í því að verið sé að misnota á einhvern hátt upplýsingar um sig.  Þó er aldrei að vita.

Einhverntíma hverfur áhuginn fyrir svona samskiptavef eins og facebook, eða nýrri og flottari vefir taka við.  Fyrir tíu árum voru margir á spjallrásum (mIRC) og hjónabönd urðu til út frá spjalli þar. Þannig spjall þótti ávanabindandi, en fleira hefur komið á vefnum síðan eins og msn, blogg,  myspace, facebook og twitter. Sjálft irkið með sínum spjallgluggum var í gamla daga jafnvinsælt og facebook er núna. Spurning hvort að örlög facebook verði ekki eins. Þar verði örfáir áhangendur eftir en flestir farnir eitthvað annað að leika sér.  

Að vera á facebook hefur sína kosti og galla.  Í heimi þar sem ekkert mál er að hverfa í fjöldann, týnast innan um fólk, eða vera "nobody" sem enginn þekkir eða kannast við, skipta einhverjar upplýsingar á facebook alveg eins máli.  Það að segja frá sjálfum sér,  koma sér á framfæri við aðra er ekki óvitlaust og jafnvel sóknarfæri ef eitthvað er. Þó að einhverjar upplýsingar berist eitthvert breytir það litlu í þessum heimi ofboðslegs fjölda ókunnugra, sérstaklega miðað við þá staðreynd að fólk sem þekkir ekki marga fær tækifæri til þess að vera til og tengjast öðrum.  Aðrir þurfa ekki á slíku að halda svona eins og gerist og gengur með flóru mannlífsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband