Stytta af Helga Hóseasyni þjónar engum tilgangi.

Það langar víst einhverjum til þess að settur verði minnisvarði um Helga Hóseason á þeim stað sem hann stóð einatt á Langholtsveginum.  Jú þarna stóð hann til margra ára í öllum veðrum nánast. Ef hann sást ekki á sínu vanabundna horni gat verið að hann hefði fært sig yfir götuna svona til tilbreytingar eða sest niður í strætóskýli þar rétt hjá.  En til hvers samt að búa til minnisvarða um hann?

Handa hverjum og til hvers væri sá minnisvarði?  Einhverntíma verða hér Íslendingar sem aldrei sáu Helga standa þarna í lifanda lífi, vita ekki hvers vegna hann stóð þarna, hvað það var sem hrjáði hann né heldur hvað það var sem dreif hann áfram til þess að vera þarna.  Skiltin verða kannski ennþá til og þá í einkaeigu einhvers, og ævisaga Helga ekki til nema ef vera skyldi að einhver sagnfræðingurinn vildi safna saman ýmsum gögnum um hann.   Vissulega stóð Helgi fastur á skoðun sinni alla tíð og hann var á móti kristinni trú og allri guðstrú yfirhöfuð.  Þannig var hans lífsskoðun og kannski aðeins meira en það.  En hann var einnig á móti stríðinu í Írak og okkar þætti við upphaf þess á sínum tíma, auk þess sem hann var á móti tóbaksreykingum.  

Ekkert af þessu samt gerir Helga að neinni goðsögn né heldur verðugan þess að þarna verði einhver minnisvarði um hann. Hann skilur ekkert eftir nema persónu sína sem var þarna og allt sem verið var að mótmæla verður að hjómi með tímanum og allar hinar hörðu lífsskoðanir hverfa smátt og smátt inn í móðu gærdagsins. Ekkert situr á endanum eftir nema minningin um manninn og einnig það hverfur inn í reykmökk gleymskunnar þegar þeir sem nú lifa hverfa einn af öðrum á braut. Eftir stendur svo stytta eða minnisvarði sem segði fólki í raun ekkert og á endanum yrði hún færð eitthvert burt líka.  

Það mætti minnast Helga með öðrum hætti en því að nota þetta götuhorn til þess að setja þar minnisvarða. Um hann væri hægt að fjalla í bókum og myndir hægt að setja á spilastokka eða listaverk. En sjálfur mætti hann svífa á braut í friði frá þessu lífi og einhverri leiðinlegri styttu eða minnisvarða sem engum tilgangi kann að þjóna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 29592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband