Þvílíkur fíflagangur!

Karlmaður sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni, vinnur og reynir að brosa í gegnum tárin er ekki spennandi.  Hvurslags atgervi er þetta eiginlega?   Mér finnst ekkert varið í svona lagað. Það er sem er spennandi er alvöru kynþokki.  Tökum sem dæmi Sean Connery. Alveg einstaklega sjarmerandi maður. Þvílíkt hvað sá maður er loðrandi í kynþokka. Stórglæsilegur alveg hreint. Hvers vegna ekki að velja hann fallegasta karl heims (ábyggilega búið að því margsinnis) í staðinn fyrir að vera með þennan fíflagang.

Eru ekki annars fegurstu karlmenn veraldar bara einhverjir asnar sem vinna á verkstæðum eða skurðgröfum einhversstaðar, sem síðan koma heim angandi af svitafýlu og skítugir uppyfir haus? Drullusokkar sem aldrei hafa lagt það á sig að læra neitt sérstakt en hafa komist áfram með frekju og yfirgangi, hnefa og leiðindum, rífandi kjaft alveg endalaust, reykjandi og spúandi ásamt tilheyrandi áfengisdrykkju. Mennirnir sem fjöldinn allur af kvenfólki vill þefa uppi og eiga til þess að bjarga  frá bulli og vitleysu, og geta það síðan ekki af því að þeir eru svo eigingjarnir, durtslegir og þverir en samt svo ofboðslega fallegir, burtséð frá öllu öðru. Með tímanum safna þeir síðan ístru og nenna ekki að hreyfa sig og alls ekki til að þrífa eitt né neitt. Þvílíkum árangri mun þessi ungi Bolivíumaður aldrei ná nema aðeins fyrir þær sakir að svoleiðis og þannig hrikalegur asni leynist í honum. En hann virkar bara ekki þannig. Hvernig í ósköpunum á íslenskt kvenfólk til dæmis að geta fallið fyrir svona manni? Sem grætur eftir fegurðarsamkeppni!


mbl.is Fallegasti maður í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Ég er svo hjartanlega samála, fallegustu karlmennirnir eru skúrðgröfu- og verkstæðiskallarnir, það er eitthvað svo sexy við grófleikan.

Og ef þetta er standardinn yfir fegurð, mikið ofboðslega er veröldin orðin firrt.

Þórhildur Daðadóttir, 22.12.2009 kl. 08:24

2 identicon

Sammála þér í fyrstu, en eru þetta ekki frekar svæsnar alhæfingar þegar líður á seinni partinn? Stórlega efast um að allt verkafólk séu forheimskir durgar. Margir eru til að mynda vel gefið fólk að safna sér fyrir námi.

En nokkuð sammála þér þó hvað varðar fegurðarsamkeppnir, sama hvort kynið á í hlut.

Einar J (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband