Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Allir þessir páfar tengjast heimstyrjöldinni síðari nema einn sem varð óléttur!

Nú hef ég kynnt mér kaþólskan sið nokkuð vel. Eitt af því sem ég hef lært er að til þess að komast í dýrlingatölu þá þurfi maður að hafa staðfest nokkur kraftaverk í lífi sínu. Að lágmarki þrjú kraftaverk allavega.  Vel getur verið að hjá þessum tveimur páfum leynist einhver kraftaverk sem skili þeim í dýrlingatölu. Hvað veit ég.

Báðir þessir páfar sem nefndir eru auk núverandi páfa hafa tengingu við síðari heimsstyrjöld. Pius páfi XII var páfi á tímum síðari heimsstyrjaldar. Hann hefur verið sakaður um að hafa ekkert gert og engu mótmælt í tengslum við helförina. Jafnvel þó svo að menn hafi leitað aðstoðar hjá honum þá hafi það engu skilað. Um þetta hafa verið búnar til heimildarmyndir. Nú segja menn að hann hafi verið að fela einhverja gyðinga. Það eru nýjar fréttir fyrir mér. Til eru viðtöl við menn sem er sárir og reiðir út í þennan páfa. 

Á sama tíma og þessi páfi sat á valdastóli í Vatikaninu var annar ungur maður, búsettur í Póllandi að vaxa úr grasi. Karol Wojtyla hét hann þá. Maður sem lét lítið fara fyrir sér en átti það til að leika sér við  gyðingastráka út á götu í fótboltaleikjum. Sem áttu raunar allir eftir að hverfa á stríðsárunum. Karol Wojtyla átti sjálfur hins vegar síðar eftir að verða prestur og  enn síðar Jóhannes Páll páfi II.  Einn sá allra dáðasti páfi sem uppi var á 20. öldinni. Sá hinn sami og kom hingað til Íslands hér um árið og kyssti jörðina um leið og hann kom út úr flugvélinni.  

Einhversstaðar annars staðar í þýskalandi var síðan annar ungur drengur sem einnig átti eftir að verða páfi: Joseph Ratzinger síðar Benedikt páfi XVI sem er núverandi páfi. Svo er sagt að hann hafi verið sendur í Hitlersæskuna en að hann hafi ekki haft áhuga á henni. Hann hafi einnig verið sendur í herinn rétt fyrir stríðslok en barðist ekki neitt sökum heilsufars síns en lenti þó í fangabúðum bandamanna þar sem hann var jú hermaður.  Seinna verður hann eins og Karol, prestur og kardináli lengst allra manna nánast og elstur manna til þess að verða páfi síðan1740 eða 78 ára gamall. 

Ekki veit ég hvort að reynt sé með einhverjum hætti að fegra líf þessara páfa þannig að hægt sé að koma þeim í dýrlingatölu. Nú þegar reyndar er mikill fjöldi af fólki í slíkri tölu. Mun fleiri en þú getur ímyndað þér. Fyrir mér þá væri það best að það væri alveg afgerandi og óumdeilanlegt hver eigi í dag heima í slíkum hópi. 

Vissir þú samt, svona í lokin, að það komst einu sinni kona í valdastól páfa? Það var einhvern tíma á miðöldum og ekki til svona flott Vatikan þá eins og er í dag. Enginn vissi að þetta væri kvenmaður og svo þegar páfinn fór að gildna undir belti þá fór að renna á menn tvær grímur og þegar leið á þetta og það gildnaði og gildnaði þá fékk umræddur páfi þá hugmynd að láta sig hverfa og gerði það. Ekkert spurðist til hans framar eða óléttu hans. Hvar hann eignaðist barnið er ekki vitað.    


mbl.is Páfar í dýrlingatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum forstöðukona trúarsafnaðar lendir í fangelsi.

Svo er víst að þessi umrædda kona Linda Björk Magnúsdóttir hafi verið forstöðukona safnaðar nokkurs hér í eina tíð sem kallaður var Frelsið.  Og nú er hún komin í fangelsi í henni Ameríku. Hvað varð síðan um eiginmann hennar Hilmar Kristinsson? Þau flúðu allavega bæði land eftir að hafa brotlent illa með þennan söfnuð sinn.  Sem sprakk með látum og skyldi eftir sig fólk í sárum.  Jú margt hefur verið tíundað um hann í fjölmiðlum, enda  afskaplega sérstakur söfnuður svo vægt sé til orða tekið og það var fólk sem fór verulega illa út úr því gerðist þar undir lokin. Svo mjög að það á  sumt hvert ekki Guðs orð lengur. En hvað um það.  

Ég leit við í Frelsinu nokkuð stuttlega ca 1999. Þá var þessi söfnuður í blóma. Þarna gekk ég inn að vori minnir mig og settist á fremsta bekk. Mikið samt hvað mér leiddist þarna inni. Merkilegt nokk. Það var ekki lifandis leið að mér tækist að endast þarna inni og ég labbaði út eftir alls ekki langa setu. Hugurinn reikaði stöðugt út á Laugarnestangann þarna rétt hjá og þangað fór ég á endanum. Mér fannst bara vanta eitthvað þarna sem er fyrir mér í dag óútskýranlegt - einhvern ákveðinn anda sem ég hef iðulega fundið víðsvegar annars staðar þar sem trúarstarf fer fram. Vitanlega mín upplifun og ekkert annað. Ætli mín tilfinning hafi ekki verið bara mátulega rétt eftir allt saman. Mér leið annars ágætlega út á Tanga eftir þetta og upplifði Guð minn sterkar þar við fjöruborðið.

Síðan rata sumir í fangelsi í Ameríku. Æi segi ég nú bara. Hvað kemur svo næst? Vonandi fer þetta mál vel hjá þessari óláns konu og hún sé ekki á einhverri leiðinlegri glapstigu í lífi sínu einmitt núna.  Þetta er dapurlegt mál.


mbl.is Bað um far til Albany
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16.000 manns í salnum, ungur prédikari og enginn kross á sviðinu!

60 mínútur sýndi í gær frétt þar sem fjallað var um prédikarann Joel Osteen. Hann er að mörgu leyti athyglisverður.  Salurinn hans er í Houston og er fyrrverandi körfuboltavöllur sem rúmar um 16000 manns. Svo er sjónvarpað frá samkomum  hans og á þær horfa nokkrar milljónir.  Boðskapurinn? Jú hann er í formi þess sem kallað hefur verið prosperity message.  Sá boðskapur er þannig að þeir sem hafa fundið endurlausn fyrir tilstilli kristinnar trúar, fái í staðinn auð og ríkidæmi.

Hvað með fólk sem býður og biður og fær aldrei neitt? Osteen var spurður að því. Jú, hann sagðist hjálpa fólki til þess að komast með jákvæðu hugarfari í gegnum erfiðleikana í lífinu. Svo vildi hann einfalda boðskapinn eins mikið og hægt væri.  Sykurpúða-guðfræði hefur guðfræði hans verið kölluð. Sérstaklega vegna þess að hann er ekkert að fjalla um synd, þjáningu eða dóm. Það er allt svo ofsalega jákvætt einhvernveginn  og ef þú elskar Guð og ef Guð elskar þig á móti, þá muntu bera mikinn ávöxt og blómstra. Einhverjum kann að finnast þetta einum of einfalt. Þannig er bara þessi boðskapur. Hann er ekkert flókinn og á bara heima í Bandaríkjunum (kannski í Kanada líka). Merkilegt hvað mönnum tekst síðan að fylla heilu fótboltavellina með jafn einföldum boðskap. Já, já, svo stórgræða menn á þessu og það veit enginn hversu gróðinn er mikill. Trúarstofnanir í Bandaríkjunum eru víst alveg lausar við skattayfirvöld og það þarf ekkert að gefa neitt upp. 

Aumingja blessuð litlu börnin í Afríku... 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 29594

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband