Færsluflokkur: Löggæsla
25.12.2012 | 08:37
Einkennilegur flótti
Nú veit maður ekki alveg alla þætti máls og hefur það aðallega sem kemur fram í fjölmiðlum en það sem stendur þar er athyglisvert.
Einsog að svelta sig og borða svo mikið. Maðurinn er þess fullviss að hann geti skotist í burtu. Litla-Hraun er ekki rammgerðara en svo að menn geti farið að ákveða það að nú sé best að fara bara og strjúka í burtu af svæðinu. Tja, það hefði vissulega verið mun verra ef ennþá hættulegri fangi hefði látið sér detta þetta í hug.
Svo fer maðurinn og finnst ekki í nokkra daga. Hvert var ferðinni heitið? Svona að vetri til? Það getur ekki verið spennandi að vera í einum risastórum göngutúr svona um hávetur, á leiðinni eitthvert og með hóp af fólki á eftir sér. Leiðin liggur síðan um landsbyggðina með viðkomu í mannlausum húsum þar sem fundinn er matur og vopn.
Hvað ætlaði maðurinn að gera við allan þennan vopnabúnað til að byrja með? Ekki séns að húkka sér far í bæinn með þetta. Né heldur að ganga þangað. Hvert á svo að fara? Hvað síðan ef og ef. Nú eru fjölskyldumenn í björgunarsveitunum sem eru að fara að halda jól með börnunum sínum, allavega flestir, við skulum orða það ennþá betur og segja með ástvinum sínum, sem er mikið til að tala um, ef út í það er farið. Síðan er þessi maður þarna með vopn og hvað ef hann hefði nú ákveðið að verja sig aðeins og skotið á þessa menn sem eru á annað borð að leita að honum? Breytir svo sem engu hvað við gætum týnt til, björgunarsveitarmenn, sérsveitarmenn, lögreglumenn, eða bara menn.
Eftir þetta liggur svo leiðin í fangelsið aftur og í einangrun. Við það anda allir léttar, hinn "stórhættulegi maður" er nú fundinn og best að fara að hætta að hafa áhyggjur af þessu og njóta jólanna. Dapurlegt samt. Þetta er ungur maður og ætti að vera annars staðar í lífinu en þarna.
Eftir á að hyggja þá er margt vont við svona flótta. Hann er kaldur og dumbungslegur, liggur um eitthvert hjarn, og endar hvergi. Á sama tíma vita allir allt um strokufangann og nafnið festist hreinlega í minni. Nú er refsitími umrædds 5 ár og fangelsisárið er styttra þannig að hann hefði getað verið rólegur þarna inni í þessa mánuði og komið svo út án þess að fólk væri almennt séð með nafnið hans á takteinum. Svo að segja þá er dómstóll götunnar mun harðari en Hraunið sjálft. Það er þannig séð betra í þessu litla landi að fangar einmitt hagi sér vel og að þeir lendi ekki með mynd af sér, nafnið sitt og almennt séð um sig í fjölmiðlum út af einhverju eins og svona stroki.
Við skulum eftir sem áður óska Matthíasi Mána þess að hann komist aftur á beinu brautina í lífinu.
Matthías svelti sig í viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar