Ósammála þessum manni

Mér finnst þessar hugmyndir Pat Robertson vera full einfaldar. Það er engin almennileg dýpt í þessu. Miklu fremur of mikil einföldun. Ég er þar að auki ósammála þessum manni. 

Ef við skoðum aðeins guðsmyndina þá er þarna refsandi guð. Mennirnir haga sér illa og þá kemur guð og refsar.  Að sama skapi ef menn haga sér vel þá er guð góður og gefandi.  Þessa hugsun er að finna á ýmsum stöðum í gamla testamentinu og þá sérstaklega í 5 Mósebók,  Jósúabók og í Dómarabókinni. 

Jobsbók er með aðeins öðruvísi hugsun vegna þess að þar er maður, sem heitir Job, sem er búinn að vera ofboðslega góður allt sitt líf og á allt gott skilið sökum góðmennsku sinnar. Samt missir hann allt sem hann á, fjölskylduna, húsið og næstum heilsuna líka. Eins og hann hafi lent í ósanngjarnri refsingu; miðað við þá hugsun hér að ofan að allar hamfarir (m.a. þar sem maður missir allt) hljóti að vera refsing frá guði - vegna einhvers.  Tökum nú þessa hugsun þannig að við heimfærum hana upp á hamfarir á Haíti.  Ætli við hljótum þá ekki að geta fundið fólk sem er alveg eins og Job.

Ef við höfum refsandi guð sem er að valda náttúruhamförum í refsingarskyni vegna einhvers sem átti sér stað árið 1804 þá er hann um leið að ráðast á saklaust fólk (sem er sumt hvert e.t.v. eins og Job) sem ekkert hefur til saka unnið og á það ekki skilið að lenda í einhverri 200 ára gamalli "bölvun".  Að þessu viðbættu má áætla að Robertson meini það að guð stýri sköpun sinni og valdi uslanum. Fyrir mitt leiti er þá er slíkur guð lítt traustvekjandi og skeytingarlaus um líf manna. Slíkt boðar kristin trú að mínu mati í rauninni ekki.  

Pat Robertson er fyrir mitt leiti ekki góður kennimaður. Hann hefur hins vegar náð eyrum fólks og hann hefur haft áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum þannig að honum hefur tekist að brjóta sér leið í áttina að Hvíta húsinu.  Mig grunar að hugmyndir þessa manns hafi haft áhrif á George W. Bush en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. 

 


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Til varnar Pat Robertson "CBN.com – VIRGINIA BEACH, Va., 13. janúar, 2010 -- Í sjónvarpsþættinum "The 700 Club", í umfjöllun um hörmungarnar á Haiti, þjáningarnar og hjálparstarfsemina sem þörf er fyrir á Haiti, talaði Dr. Robertson um sögu Haiti. Athugasemdir hans byggðu á vel þekktri og umtalaðri þrælauppreisn árið 1791 sem Boukman Dutty leiddi á Bois Caiman, þar sem sagt er að þrælarnir hafi gert frægan samning við djöfulinn í skiptum fyrir sigur gegn Frökkum. Þessi saga, í samhengi við hið hræðilega ástand sem landið er í, hefur leitt fjölda fræðimenn og trúað fólk til að trúa því að landið sé bölvað. Dr. Robertson sagði aldrei að jarðskjálftinn væri til kominn af reiði Guðs. Ef þú horfir á allt myndbandið, verður samúð Dr. Robertson með fólkinu á Haiti ljós. Hann biður um að beðið sé fyrir þeim. Hjálparstarfsemi undir hans stjórn hefur starfað við að aðstoða þúsundir manns á Haiti síðasta árið, og eru að senda mikla aðstoð til aðstoðar fórnarlamba þessara miklu hörmunga. Sent hefur verið af stað sending með lyfjum fyrir margar milljónir dollar sem nú eru á Haiti, og reiknað er með að stjórnendur neyðarteymisins komi til eyjunnar á morgun og taki virkan þátt í hjálparstarfinu.

Chris Roslan
Talsmaður CBN "

Hörður Halldórsson, 15.1.2010 kl. 08:11

2 Smámynd: Odie

Í staðinn fyrir að lesa áróður sem skrifaður er til að laga ímynd þessa veika mans ættu menn frekar að hlusta á hvað þessi sjúki maður segjr

Pat Robertson Calls Quake 'blessing in Disguise' 

http://www.youtube.com/watch?v=f5TE99sAbwM 

Odie, 15.1.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband