25.4.2010 | 20:54
Við vitum bara svo lítið
Málið er að við vitum bara ekki neitt um líf á öðrum hnöttum, geimskip eða geimverur. Kannski er þetta allt til en fyrir því höfum við bara engar sannanir. Hvað veit ég svo sem. Hef ágætt ímyndunarafl og það hefur Stephen Hawking greinilega einnig. Hann hefur svona Innrásin frá Mars ímyndunarafl.
Ef einhverjar geimverur hafa hug á því að ráðast á þennan hnött þá þyrftu þær endilega að fara að drífa sig í því. Mannkynið sjálft er nefnilega á fullu við að gera útaf við boltann með alls kyns mengun og skeytingarleysi. Um að gera þess vegna að flýta sér og taka staðinn yfir til að koma í veg fyrir skeytingarleysið hérna sem mun á endanum gera útaf við allt heila klabbið.
Þá veit maður það. Geimverur eru stórhættulegar og um að gera að vera ekkert að rétta þeim spaðann, þó svo að þær virki elskulegar eins og E.T. Hvað gætum við annars fengið í þessu? Það veit enginn og kannski bara aldrei. Einhvern tíma kannski samt eftir að mannkynið er búið að eyða sjálfu sér birtist hérna e.t.v. stærðar geimskip og segir ....æi við vorum of seinir!
Geimverur geta verið varhugaverðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefði nú haldið að guðfræðimenntað fólk væri lítið að fara fram á sannanir fyrir hinu og þessu ;)
Reputo, 26.4.2010 kl. 08:09
Takk fyrir að koma með athugasemd Reputo. Guðfræði er flennistórt fræðasvið og það eru til ólíkir guðfræðingar og alls konar guðfræði. Það er ekki hægt að segja eitthvað eitt um það.
Þórður Guðmundsson, 26.4.2010 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.