Gaman að þessu

 Það var fyrir eitthvað tveimur árum sem ég var að skemmta mér við að leysa þessa þraut. Til þess að leysa kubbinn fannst mér handhægast að fara á YouTube og athuga hvort að þar væri ekki einhver snillingur sem kynni þetta. Júbb eins og svo margt annað þá var þar að finna kennslumyndband í því að leysa kubbinn. Svo horfði maður í smá stund og var kominn með þetta á engri stund.

Þegar ég var krakki þá eignaðist ég svona kubb og hékk yfir honum og tókst ekki að leysa utan einu sinni að ég tók hann í sundur og raðaði honum rétt saman aftur við ekki nokkra einustu hrifningu hjá einum né neinum.  Þá fór ég strax og ruglaði honum aftur og tókst einhverra hluta vegna að raða honum saman á ný samkvæmt einhverri slembilukkuaðferð.  Þá hélt ég reyndar að maður ætti að ná hornunum fyrst og svo restinni.  Sem er ekki kennt á YouTube svo ég viti til. 

En allavega þá byrjar maður á því að ná einni hlið, svo miðjunni og síðan síðustu hliðinni. Aðferðin er einföld og ferlega gaman að kunna þetta, sérstaklega þegar maður kemur eitthvert í heimsókn sér svona kubb - æpir upp yfir sig og segir nei rúbbík kubbur! Svo raðar maður honum saman, skellir honum í hilluna aftur og fer að tala um eitthvað annað! 


mbl.is Töfratala Rúbik-kubbsins fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband