Ósammála Geir Waage

Prestar verða að kunna að þegja. Það er sannleikur í sjálfu sér. Kynferðisafbrot er hins vegar enginn venjulegur hlutur. Nú fer maður til prests og segist hafa misnotað barn og vilji ekki gera slíkt en ráði ekki við sig og vilji hætta þeirri iðju.  Hvað myndi presturinn gera í slíku máli? Er hann fær um að hjálpa manninum út úr vandanum einn og óstuddur án annarra fagaðila. Væri ekki betra fyrir hann að fá aðstoð frá öðrum sem vita hvernig eigi að taka á slíkum málum? 

Síðan er það börnin sem maðurinn hefur misnotað. Presturinn vill ekki rjúfa trúnað en samt verður hann að gá að sálarheill þessara barna ekki satt? Hvernig ætlar hann að gera það án þess að hafa aðra fagaðila með sér og án þess að ræða við aðstandendur viðkomandi barna þannig að þeir viti um hvað málið snúist? 

Segjum að ég vilji leita til prests með eitthvað allt annað mál. Persónulegt vandamál sem enginn veit um en tengist depurð eða einhverjum andlegum erfiðleikum. Þar myndi ég segja að presturinn þyrfti ekki á öðrum að halda, ég hefði hann einan og hann gæti leiðbeint mér með einhverjum hætti. Hann gæti líka vísað mér annað til annarra góðra fagaðila sem hann teldi að gætu hjálpað mér betur (tek þetta bara sem dæmi).  Ef ég vildi ekki að hann segði frá okkar samtölum þá yrði hann að virða það. Hinsvegar ef hann teldi víst að ég færi mér að voða, dræpi mig eða annan mann? Hvað þá? Hér læt ég staðar numið með þessa umræðu en vísa því til þín lesandi minn að svara þessari spurningu þó ég hafi sjálfur svarað henni í eigin huga. 

Fagleg vinnubrögð prests eru ekki bundin við eitthvað svart og hvítt. Kristin kirkja getur ekki lifað bara í einhverju regluverki. Hún verður að vera lifandi og þjóna fólkinu sem til hennar leitar með réttum hætti. Prestur verður að hafa dómgreind til þess að vega og meta aðstæður. Ef hann situr einvörðungu í trúnaði, sama hvað, þá er hann um leið að girða sig af frá öðrum fagstéttum og um leið er jafnvel sá möguleiki fyrir hendi að hann læri ekki af öðrum í tengslum við ýmis mál. 

Prestur einn og sér á að búa yfir getu til að takast á við ýmis erfið mál, sum mál er hins vegar þess eðlis að vegna stærðar þeirra og alvarleika getur presturinn ekki höndlað þau einn og sér. Kynferðisafbrotamál eru þar á meðal.  Ég hafna því alfarið og er því ósammála að trúnaður við presta verði að engu ef trúnaðarskylda við presta sé ekki algjör.  Fólk mun ekki hætta að leita til presta með trúnaðarmál. En það gæti að vísu gert það gagnvart einstaka presti sem kann ekki fagleg vinnubrögð og kann ekki að þegja þegar hann á að gera það. 

Það skiptir máli fyrir kirkjuna að hún sé þess meðvituð hvaða fagleg vinnubrögð hún ætlar að viðhafa í kynferðisafbrotamálum. Líka að þeir sem koma nýir inn sem prestar viti hvernig þeir eigi að bregðast við gagnvart slíkum málum. Eftir sem áður verða menn að kunna að þegja og ræða um það sem máli skiptir við rétta aðila. 

Að lokum vil ég óska Geir Waage velfarnaðar og ég vil nefna að ég kýs málefnalega umræðu. 

 


mbl.is Ríkari trúnaðarskylda samkvæmt lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta var góð færsla

Kristbjörn Árnason, 23.8.2010 kl. 10:43

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Góð færsla.

Þetta kemur aftur á móti lítið inná mögulegar lausnir.

Mín tillaga er eins og margra annarra, aðskilnaður ríkis og kirkju.

 Þá yrðu skjótt aðeins eftir prestar sem fólk treysti og skíturinn myndi skafinn burt sem ekki er mögulegt ef að menn eru "æviráðnir og heilagir" og bara fluttir til í starfi í eitthvað sem engu  máli skiptir....

Óskar Guðmundsson, 23.8.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband