Sá þetta viðtal

  

Ég sá Sigrúnu í Kastljósinu í kvöld og mér fannst hún komast nokkuð vel frá þessu viðtali. Þvílík hörmung sem hún hefur gengið í gegnum á þessum umliðnum árum. Það vakti t.d. sérstaka athygli mína þegar hún talaði um að hafa lent í leiðindum niðrí bæ, eins og að fólk hefði gengið á hana og sagt dónalega hluti.  Flóki Kristinsson segist einnig,  í viðtali við DV, hafa lent í svipuðum hlut en hann studdi Sigrúnu á sínum tíma eins og hann gat og var Ólafi ekki vilhallur. Svo segir Sigrún að það hafi verið talað  inn á símsvarann alls konar óþverra og dónaskap.  Allt vegna þess að fólk stóð með biskupi Íslands herra Ólafi Skúlasyni.  

Og menn gátu þar fyrir utan greinilega ekki staðið upp í hárinu á Ólafi né komist neitt áleiðis með hann. Til þess var Ólafur of harður maður og of karismatiskur. Sumir menn eru þannig. Þú kemur inn í herbergi og þekkir engan en tekur samt eftir einhverjum einum umfram annan. Ólafur var slíkur maður sem allir tóku eftir þó svo að menn þekktu hann ekki fyrir í tengslum við neina frægð. Útgeislun fólks er misjöfn en sterkir leiðtogar hafa að öllu jöfnu mikla útgeislun. Að ganga inn í eitthvað herbergi og ætla að sannfæra slíka menn um eitthvað bara gengur ekki.  Hitler var alveg eins, menn ætluðu að sannfæra hann um hitt og þetta og urðu strax komnir á öndverða skoðun (þá er ég að tala um dæmi um karisma, ekki að bera þá Ólaf almennt saman). Alveg eins væri hægt að taka Davíð Oddsson sem dæmi um slíkan leiðtoga. En fyrst að Ólafur valdi þá braut að verða prestur þá má kannski segja að það hefði alls ekkert komið í veg fyrir það að hann yrði biskup. 

Áður en Ólafur mætir til leiks sem biskup þá er fólk í rauninni vant öðru. Sigurbjörn Einarsson hafði verið andlegur leiðtogi til fjölda ára, dýrkaður og dáður. Síðan kemur Pétur Sigurgeirsson, bæði rólegur og elskulegur. Og svo er það Ólafur sem sest í embætti sem forverar hans höfðu sinnt af þvílíkum heilagleika, ekki síst Sigurbjörn sem hafði gríðarleg áhrif á mótun kirkjunnar á 20. öldinni.  Þá allt í einu er biskupinn Ólafur sakaður um að hafa nauðgað einhverju fólki!  Á þeim tíma vildu margir heldur ekki trúa þessu enda alveg gjörsamlega úr takt við Sigurbjarnar-heilagleikann.  Maður í þessu helga embætti og ásakanir um eitthvert kynferðislegt ofbeldi er líkast til meira en margur gat þolað. Eða með öðrum orðum: þetta gat ekki farið saman. E.t.v. skýrir það viðbrögð sumra gagnvart Sigrúnu og öðrum konum; ekki það að ég vilji verja gerðir fólks þannig, en sitthvað í sögunni kann að skýra ferlið þannig.

Svo er það þetta með völdin. Menn í háum stöðum eiga sér net vina og skiptir þá engu hvað eða hvað kemur uppá, það er hægt að bjarga  málunum fyrir horn, dæmigert fyrir Ísland. Og Ólafur Skúlason var orðinn of voldugur til þess að hægt væri að sigra hann með ákærum um kynferðisglæpi rétt sísona. Margir studdu hann enda karismatiskur (sterkur leiðtogi) með afbrigðum sem hafði hæfileika til þess að stjórna öðru fólki all hressilega í kringum sig. Ætli það hafi ekki verið hvað helst árásir dagblaða sem gengu frá hans ferli sem biskup þannig að hann hætti fyrr en hann hafði ætlað sér. 

Það var samt engin hetja sem stóð upp og mótmælti biskupi nema ef vera skyldi Geir Waage. En Pálina leitaði aldrei til hans. Hún leitaði til manna sem gátu einhverra hluta vegna ekki hjálpað henni.  Sú tegund af manni sem stendur fast á meiningu sinni, hvikar ekki frá henni og hættir öllu fyrir skoðun sína, trú og sannfæringu, hún fannst ekki hjá kirkjunni á þessum tíma (kannski núorðið,  hvað veit ég).  Marteinn Lúter og nafni hans King voru báðir þannig,  Sókrates og Jesús Kristur.  Manstu líka eftir unga fólkinu sem mótmælti nasismanum og Hitler og kölluðu sig Hvítu Rósina, en voru síðan tekin af lífi fyrir mótmæli sín (tek það samt skýrt fram að ég er ekki að líkja kirkjunni saman við nasista).  En það vildi engin fórna sér fyrir Sigrúnu Pálínu eða málstað þeirra. Ef einhver hefði gert það þá, þá væri hann eða sá hetja í dag eða hvað heldur þú? 

Í dag er það á tæru meðal allavega flestra að Sigrún Pálina var að segja satt um afbrot biskups gagnvart sér og hún nefnir 6 aðrar konur sem hafa sams konar reynslu að segja. Ég trúi henni alveg og þeim öllum.   

 


mbl.is Veit um sex aðra þolendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Varðandi símsvarahótanirnar o.þ.h. má kannski segja: "Kristilegu kærleiksblómin spretta, kringum hitt og þetta."

Billi bilaði, 27.8.2010 kl. 03:21

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þessi maður eyðilagði kirkjuna. Karl hefur aldrei náð að stíga í fótspor föður síns og er algjört klúður. Ég held að Karl sé ekki vondur maður en ottalega mikil rola. Reyndar er ég farinn að hallast að því að hann sé útsmoginn lygari. Ég trúi vitnisburði konunnar og fannst hún mjög sannfærandi.

Brynjar Jóhannsson, 27.8.2010 kl. 06:04

3 Smámynd: Þórður Guðmundsson

 Fyrirgefið mér hvað ég latur að taka þátt í athugasemdum en ég vil þakka þeim sem hafa undanfarið komið með comment hér á síðunni minni. Mér þykir vænt um ef mönnum þykir færslur góðar en ég geri mér líka far um að vanda mig við þetta og ég segi nú eins og oft áður að ég er ekki að kasta einhverju til sem ég er ekki viss um sjálfur og mér finnst röksemdarfærslur skemmtilegar.

Takk fyrir mig. 

Þórður Guðmundsson, 27.8.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband