Sammála að mestu leiti

Eins og ég benti á í pistli mínum hér á undan þá tel ég að fólk hafi margt hvert ekki verið tilbúið til þess að trúa þessu öllu upp á Ólaf.  Að hugsa sér hið háheilaga biskupsembætti, eins og það var þá og vonandi enn í hugum fólks, að þar geti hugsanlega verið einhver kynferðisafbrotamaður, maður sem grípur ótrúlegustu tækifæri til þess að káfa á öðrum og jafnframt eitthvað meira á þess vegna alveg fáránlegum augnablikum og stöðum.  

 Biskup yfir Íslandi á að vera maður sem sem fólk hlustar á og tekur mark á. Virðulegur og siðsamur, vandur að virðingu sinni, rólegur og íhugull, maður sem fólk almennt ber virðingu fyrir, og hefur þann hæfileika að ná til annarra og tala til þess af virðingu, sama hvaðan það kemur eða hverju það trúir.  Það er þessi ímynd sem býður hnekki í biskupstíð Ólafs.  Nokkuð sem enginn vildi sjá að mínu mati. Þess vegna tel ég að svo margir, stjórnkerfið allt, eins og Guðbjörg minnist réttilega á, hafi staðið með Ólafi, ekki bara honum heldur biskupsímyndinni sem átti að vera á þessum stað, hinni réttu biskupsímynd.  Það stóð með hlutverki biskupsins.  

Sú skoðun að allt samfélagið hafi staðið með biskupi er ég samt ekki alveg viss um. Það voru ýmsir sem vildu hjálpa þessu konum en höfðu til þess hvorki kjark né hugrekki, vitandi vits að mannorð sitt væri e.t.v. í húfi auk starfsmöguleika í framtíðinni.  Sjálfur var ég í guðfræðideild á þessum tíma ásamt Guðbjörgu og mörgum öðrum sem nú eru komnir í prestastétt. Þá hvarflaði það ekki að nokkrum manni að skrifa blaðagreinar í tengslum við þessi mál né nokkuð annað nálægt því, vitandi vits að það hefði gríðarleg áhrif á það hvort menn yrðu prestar eður ei. 

Þetta mál er erfitt viðfangs og viðkvæmt að mörgu leiti. En það verður að fjalla um það. Umræðan verður að halda áfram. Ekki það að biskupinn okkar núna eða einhver eigi að segja af sér að. Fyrir mér leysir það ekki neinn vanda. Þessi umræða þarf sinn tíma. 

 

 

 

 


mbl.is Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Ég hef hugsað mér að fjalla ekki meira um þetta mál, nema að ég sé sérstaklega beðinn um það af einhverjum ástæðum.

Þórður Guðmundsson, 30.8.2010 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband