Athyglisvert

Það er hægt að skemmta sér alveg sérstaklega við að hugsa um þetta. Sérhver trúmaðurinn hugsar sér nú að það hafi verið Guð og ekkert annað sem skapaði heiminn. Látum það aðeins vera í bili. Þessar hugmyndir Hawkings eru athyglisverðar en vissulega er hægt að fá hausverk við að hugsa þær allar til enda. 

Ef við leikum okkur aðeins að röksemdarfærslum. Það sem kom heiminum af stað var ekkert. Ef við hugsum okkur orsök of afleiðingu þá gætum við farið endalaust aftur á bak og það alveg stanslaust þannig að upprunalega þá var það ekkert sem kom öllu af stað.  Þegar fyrirbrigðið ekkert er, algert tóm alveg stanslaust, nei enginn tími heldur, verður það þá ekki að lögmáli? Sem sagt ekkert, algert tóm verður að lögmáli, sem sagt ekkert verður að veruleika í sjálfu sér.  Hvað svo?  Heyr heyr guðfræðinginn tala. En við erum ekkert að tala um trúmál hér, aðeins hugmyndir um tilveruna. Hawking er býsna klár og gaman að velta honum fyrir sér. Hversu rétt hann hefur fyrir sér veit ég ekki, ég kann ekkert í eðlisfræði.  

Tilveran er skrítin og það er hverjum manni ofvaxið að velta fyrir sér tilurð alheimsins. Ýmsir telja sig vita þetta allt út frá Biblíunni eða einhverju innsæi. Hvað svo sem það er sem fólki finnst eða trúir þá er þarna einhver sannleikur sem e.t.v. á eftir að koma í ljós og kannski aldrei, sérstaklega vegna þess hversu takmörkuð við mannfólkið erum. Að hugsa sér að alheimurinn sé endalaus veldur þér alveg pottþétt hausverk ef þú ferð að hugsa um það.  Það er heldur ekkert auðveldara að hugsa sér það að öll þau sólkerfi sem mannkynið er búið að átta sig á og ekki á, að séu til, allar þessar vetrarbrautir, séu líklega bara lítið geimryk í endalausu tómi. Spáðu í því.  Miklihvellur var þá kannski bara eitt agnarlítið búmm.

Svo er hægt að halda áfram og vera með hausverk fram yfir helgi sökum þessa. Algert tóm felur ekki í sér vegalengdir vegna þess að þú ert ekki á leiðinni eitt né neitt. Innan þess erum samt við á lítilli kúlu sem við komumst ekki frá, sem okkur finnst stór, en er samt svo smá í alheiminum að líkja má við  það sem við sjálf sjáum ekki nema í smásjá. Allt þar utanum hangir þar í þyngdarlögmáli Hawkings. Geimryk handa geimverum sem Hawking will ekki að fatti að við séum þarna einhvers staðar. 

Meira ljóta bullið allt saman. 

 

 

 


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband