Nei við umræðu um afsögn biskups

Það hefur verið talað um það að undanförnu að af ýmsum ástæðum ætti biskup Íslands að víkja. Mér finnst þessi umræða bæði léleg og ómerkileg.   Það er alveg merkilegt hversu kirkjunnar menn geta verið að mæta í bæði útvarp og sjónvarp til þess að koma fram með slíkar hugmyndir

Í fyrsta falli. Hvers vegna í ósköpunum á Karl Sigurbjörnsson að hætta að vera biskup yfir Íslandi? Það að hann mæti í sjónvarpsviðtal og tali við einhverja fréttamenn, á þann veg sem einhverjum líkar ekki, gefur ekki forsendur til afsagnar. Ekkert í biskupsverkum Karls hingað til gefur þess heldur neinar forsendur til afsagnar. 

Talað hefur verið um atvik sem áttu sér stað áður en Karl varð biskup, meðan hann var prestur í Hallgrímskirkju og átti samskipti við nefndar konur í kynferðisafbrotamáli gegn Ólafi biskupi.  Vel getur verið að þar hafi verið staðið klaufalega að málum, en nota bene, það kemur starfi Karls sem biskups í dag ekkert við. Þá var hann ekki með nein sérstök völd (fyrir utan það að vera sóknarprestur) og réði ekki ferðinni.  Málið er að mínu mati, í heild sinni, með full flókna atburðarrás til þess að Karl einn þurfi að blæða fyrir það í dag.

Það að nefndur biskup hafi sýnt af sér klaufaskap hér eða þar (kom illa fyrir í fjölmiðlum, sagði eitthvað ógætilega einu sinni, mistókst eitthvað, var ekki nógu ákveðinn, mundi ekki, o.m.fl.) er ekki nægileg ástæða til þess að hann hætti sem biskup. Til þess þarf meira að koma til. Það sem ég nefni hér innan sviga er hluti af því að vera jú bara mannlegur. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum í Karl biskup!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband